Guðrún býður sig fram til formanns

Guðrún Hafsteinsdóttir hlaut mikið lófatak eftir að hún tilkynnti um …
Guðrún Hafsteinsdóttir hlaut mikið lófatak eftir að hún tilkynnti um framboð sitt. mbl.is/Ólafur Árdal

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ætl­ar að bjóða sig fram til for­manns á kom­andi lands­fundi flokks­ins.

Þetta til­kynnti hún rétt í þessu á fundi í Saln­um í Kópa­vogi.

Mun Guðrún bjóða sig fram gegn Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, sem til­kynnti fram­boð sitt til for­manns 26. janú­ar.

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins fer fram 28. fe­brú­ar til 2. mars.

„Það er mín niðurstaða eft­ir að hafa ígrundað málið vel að reynsla mín og þekk­ing, gildi mín og ein­læg­ur vilji til að vera sam­ein­andi afl muni nýt­ast flokkn­um vel í það mik­il­væga verk­efni sem fram und­an er: Að leiða Sjálf­stæðis­flokk­inn til far­sæll­ar framtíðar og vinna Íslandi heilt.

Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, skapa sam­stöðu og ná ár­angri, tek ég auðmjúk við hinum fjöl­mörgu áskor­un­um sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ sagði Guðrún und­ir lok ræðu sinn­ar.

Kom­in úr bíl­stjóra­sæt­inu í aft­ur­sætið

Sagði hún að upp á síðkastið hefði hún fengið ótal skila­boð, kveðjur og áskor­an­ir víðsveg­ar að af land­inu um að gefa kost á sér í embætti for­manns.

Jafn­framt hafi hún átt sam­töl við fjölda fólks, bæði inn­an og utan flokks­ins, sem seg­ist vilja sjá Sjálf­stæðis­flokk­inn sterk­an.

Sagði hún flokk­inn nú í vanda stadd­an og á ákveðnum kross­göt­um.

„Við feng­um fyrr í vet­ur verstu kosn­ing­aniður­stöðu í sögu flokks­ins. Við erum ekki leng­ur í rík­is­stjórn og að sumu leyti erum við kom­in úr bíl­stjóra­sæt­inu í aft­ur­sætið í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Þessu vilj­um við breyta. Þessu ætl­um við að breyta,“ sagði Guðrún.

Tók hún þó sér­stak­lega fram að hún væri ekki að varpa rýrð á neinn, allra síst Bjarna Bene­dikts­son, frá­far­andi formann.

Þurfa að opna faðm flokks­ins

Lyk­ill­inn að breyt­ing­unni er að sögn Guðrún­ar að opna faðm flokks­ins og að gera hann þannig aft­ur að breiðfylk­ingu borg­ara­legra afla á Íslandi.

Þá þurfi að laða aft­ur til flokks­ins fólk sem hafi af ýms­um og ólík­um ástæðum fundið sér ann­an póli­tísk­an sam­astað á síðustu árum.

„Um leið og við sækj­um nýj­an stuðning til nýrra kyn­slóða. Og þetta ger­um við með því að sækja í grunn­gildi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Við þurf­um að finna aft­ur okk­ar kjarna.“

„Gildi sjálf­stæðis­stefn­unn­ar eru mér í raun í blóð bor­in“

Guðrún sagði frá sögu föður síns og bar­áttu hans við valda­kerfið sem þá var við lýði. Hann rak osta­gerð sem var gert ómögu­legt að starfa í þáver­andi rekstr­ar­um­hverfi.

Fór svo að osta­gerðin var neidd í þrot og stofnaði hann í kjöl­farið ís­gerðina Kjörís. Þegar Guðrún var 23 ára varð faðir henn­ar bráðkvadd­ur og tók hún þá við rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.

Sagði hún að bar­átta fjöl­skyldu henn­ar fyr­ir viðskiptafrelsi á Íslandi hafi mótað sig, sín gildi og sín­ar hug­sjón­ir, og verið sér ómet­an­legt vega­nesti um lífs­ins veg.

„Ég hef af eig­in raun upp­lifað hversu mik­il­vægt frelsið er og hversu mikl­ar af­leiðing­ar það get­ur haft ef það er brotið á bak aft­ur.

Ég hef líka lært hvernig fram­tak ein­stak­lings­ins get­ur skapað ótal tæki­færi, bara ef það fær að lifa og blómstra. Gildi sjálf­stæðis­stefn­unn­ar eru mér í raun í blóð bor­in.“

Guðrún Hafsteinsdóttir sækist eftir formannsembætti Sjálfstæðisflokksins.
Guðrún Haf­steins­dótt­ir sæk­ist eft­ir for­mann­sembætti Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Skjá­skot

Hring­ferð til að ræða við flokks­menn sína

Í lok ræðu sinn­ar sagði Guðrún frá því að á mánu­dag­inn muni hún hefja ferð sína í kring­um landið til þess að ræða við sjálf­stæðis­menn.

Skoraði hún sjálf­stæðis­menn til þess að taka virk­an þátt í mál­efn­a­starfi flokks­ins í aðdrag­anda lands­fund­ar.

„Ef við leggj­um öll sem eitt krafta okk­ar í að móta enn frek­ar okk­ar stefnu byggða á okk­ar sí­gildu og góðu gild­um þá er framtíðin björt, fyr­ir þjóðina og hún er björt fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

Margt var um manninn á fundi Guðrúnar.
Margt var um mann­inn á fundi Guðrún­ar. mbl.is/​Skjá­skot
mbl.is

Bloggað um frétt­ina