Sögulegt val á milli tveggja kvenna

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kveðst fagna mótframboði Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formennsku …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kveðst fagna mótframboði Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formennsku Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég fagna að sjálf­sögðu fram­boði henn­ar og er spennt fyr­ir mál­efna­legri og drengi­legri bar­áttu um for­ystu í Sjálf­stæðis­flokkn­um.“

Þetta seg­ir Áslaug Sig­ur­björns­dótt­ir innt eft­ir viðbrögðum um mót­fram­boð Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur sem til­kynnti fram­boð sitt í dag.

„Ég hef fundið allt frá því að ég gaf kost á mér fyr­ir mikl­um áhuga og stemm­ingu um land allt sem ég býst bara við að haldi áfram,“ seg­ir Áslaug spurð hvort nú fari að fær­ast meiri hiti í leik­inn.

Ólík­ir ein­stak­ling­ar

Áslaug sem sjálf er á ferð um landið til að kynn­ast flokks­mönn­um var stödd á Reyðarf­irði er blaðamaður náði tali af henni og kvaðst finna fyr­ir mikl­um áhuga víða.

„Ég held að þessi kraft­ur muni halda áfram að aukast með því að fólk fái að velja á milli tveggja kvenna til for­ystu í Sjálf­stæðis­flokkn­um,“ seg­ir Áslaug.

„Þetta er sögu­leg staða en ég held að fólk horfi líka á okk­ur sem ólíka ein­stak­linga og sé að velja sér forrystu­mann­eskju til að leiða flokk­inn næstu skref.“

„Guðrún er flott­ur stjórn­mála­maður“

Hvað tel­ur þú að þú haf­ir fram yfir Guðrúnu í þess­um slag?

„Við erum ólík­ar að mörgu leyti en ég ætla ekki að tala mig út um það held­ur leyfa flokks­mönn­um að hlusta á okk­ur og eiga við okk­ur sam­tal og finna kraft­inn í okk­ur báðum. Guðrún er flott­ur stjórn­mála­maður og ég hlakka til að vinna með henni sama hvernig það verður að lokn­um lands­fundi.“

mbl.is