#64. - Sjallar í sjálfheldu og afarkostir innan ríkisstjórnarsamstarfs

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hild­ur Björns­dótt­ir, leiðtogi Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn virðist eiga fáa kosti í til­raun til að mynda nýj­an meiri­hluta. Hún er til svars á vett­vangi Spurs­mála þegar send­ur er út aukaþátt­ur í ljósi tíðind­anna af vett­vangi borg­ar­inn­ar.

    Þátt­ur­inn var sýnd­ur í beinu streymi hér á mbl.is fyrr í dag en upp­taka af hon­um er öll­um aðgengi­leg í spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify og YouTu­be.

    Til­raun sem rann út í sand­inn

    Um liðna helgi var til­raun gerð til þess að mynda nýj­an meiri­hluta Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Flokks fólks­ins og Viðreisn­ar.

    Þær hug­mynd­ir runnu út í sand­inn þegar ljóst varð að Flokk­ur fólks­ins hef­ur úti­lokað sam­starf við Sjálf­stæðis­flokk­inn.

    Hvaða meiri­hluta­mynst­ur er þá í mynd­inni?

    Hild­ur fer yfir stöðuna í Spurs­mál­um í dag.

    Áður en kem­ur að viðtal­inu við hana mæta þeir á svæðið, álits­gjaf­arn­ir og reynslu­bolt­arn­ir, Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­um odd­viti Fram­sókn­ar í borg­ar­stjórn og nú­ver­andi aðstoðarmaður for­manns Miðflokks­ins og Gísli Freyr Val­dórs­son, stjórn­andi Þjóðmála. Þeir eru gjörkunn­ug­ir því völ­und­ar­húsi sem valda­menn í borg­inni reyna nú að feta í átt að nýj­um meiri­hluta.

    Fylg­ist nán­ar með gangi mála hér á mbl.is.

    Gísli Freyr Valdórsson og Björn Ingi Hrafnsson ræða stöðuna í …
    Gísli Freyr Val­dórs­son og Björn Ingi Hrafns­son ræða stöðuna í borg­inni. Þá mæt­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­borg og lýs­ir stöðunni eins og hún blas­ir við henni. mbl.is/​sam­sett mynd
    mbl.is