Daði: Aðhaldið þarf að koma frá ríkinu sjálfu

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­málaráðherra og vara­formaður Viðreisn­ar, seg­ir að agi í fjár­mál­um, um­bæt­ur í rík­is­rekstri og taum­hald á út­gjöld­um til þess að styðja áfram við lækk­un vaxta og verðbólgu verði for­gangs­verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

„Ríkið þarf að fjár­festa í verk­efn­um af skyn­semi og stofna ekki til rekstr­ar í góðæri sem við höf­um ekki efni á í sam­drætti. Við ætl­um að taka upp stöðug­leika­reglu í fjár­mál­um hins op­in­bera til þess að ná betri ár­angri og skjóta styrk­ari stoðum und­ir stöðug­leika til framtíðar og lækk­un vaxta,“ sagði Daði Már á Alþingi í kvöld í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra. 

Þá sagði hann að skatt­tekj­ur væri und­ir­staða rekstr­ar rík­is­ins.

„Hversu um­fangs­mik­ill sá rekst­ur á að vera er þrætu­epli stjórn­mál­anna. Um hitt erum við sam­mála að skatt­ar eigi að vera sann­gjarn­ir og skil­virk­ir og skatt­kerfið skilj­an­legt og gagn­sætt.“

Um­bæt­ur, hagræðing og auk­in skil­virkni

Daði Már benti á að rík­is­stjórn­in hefði sett það í for­gang að standa fyr­ir um­bót­um, hagræða og auka skil­virkni.

„Aðhald í rekstri rík­is­ins þarf hins veg­ar að koma frá rík­inu sjálfu. Flatur niður­skurður og viðvar­andi aðhaldskrafa ger­ir ekki grein­ar­mun á slæmri hug­mynd eða úr­eltri og góðri. Þess­ari nálg­un þarf að breyta. Ann­ars hækk­ar stöðugt hlut­fall rík­is­út­gjalda sem fer til úr­eltra verk­efna á kostnað nýrra áherslna, ný­sköp­un­ar og fjár­fest­inga í innviðum.“

Daði Már tók fram að nátt­úru­öfl­in, stríð og vax­andi spenna í alþjóðaviðskipt­um gæti gert Íslandi óskunda þegar síst var­ir.

„Það er skylda okk­ar stjórn­mála­manna að tryggja að rík­is­sjóður sé vel í stakk bú­inn til að geta brugðist við áföll­um. Þeirri ábyrgð meg­um við aldrei gleyma.   

Rík­is­stjórn­in ætl­ar sér að vinna sam­an, rjúfa kyrr­stöðu og ná ár­angri,“ sagði ráðherra. 

mbl.is