Styrkjamálið á borð þingnefndar

Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis
Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis mbl.is/Hallur Már

„Eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is er mik­il­vægt og það verður af nægu að taka hjá nefnd­inni. Það er aug­ljóst að við þurf­um að stuðla að því að al­menn­ing­ur hafi trú og traust á þing­inu og við kom­umst ekki hjá því að skoða mál sem varða fjár­mál, styrki og upp­lýs­inga­gjöf stjórn­mála­flokk­anna.“

Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við Morg­un­blaðið og vís­ar þar til frétta und­an­far­inna daga af fjár­styrkj­um til stjórn­mála­flokka.

Hann seg­ir einnig að með fyrstu mál­um sem nefnd­in muni taka til skoðunar sé fram­kvæmd síðustu alþing­is­kosn­inga, enda sé það hlut­verk nefnd­ar­inn­ar. Fyrsti fund­ur ný­kjör­inn­ar stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar verður á miðviku­dag­inn.

„Nefnd­in þarf að koma sér sam­an um hvernig við tök­um á þess­um styrkja­mál­um og það eru fleiri mál þarna und­ir, en þetta hef­ur verið til um­fjöll­un­ar und­an­farið og aug­ljóst er að nefnd­in þarf að fjalla um það,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Eft­ir­lits­hlut­verk

Hann bend­ir á að hlut­verk nefnd­ar­inn­ar fel­ist fyrst og fremst í eft­ir­liti, að safna upp­lýs­ing­um og upp­lýsa um stöðu mála og síðan sé það hlut­verk viðkom­andi stjórn­valds að bregðast við niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar í ein­stök­um mál­um.

„Við fjöll­um um mál og upp­lýs­um, en nefnd­in þarf að koma sér sam­an um hvernig hún ætl­ar að haga sínu eft­ir­liti,“ seg­ir hann.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: