„Ætli ég fái ekki þessa viku í hveitibrauðsdaga“

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari rekur Heimi Má Péturssyni rembingskoss í Karphúsinu …
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari rekur Heimi Má Péturssyni rembingskoss í Karphúsinu fyrir tveimur árum eftir að Heimir hafði lagt sitt lóð á vogarskálar þess að aðilar vinnumarkaðarins náðu saman um að fresta verkfalli og verkbanni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heim­ir Már Pét­urs­son, fréttamaður­inn kunni, sem söðlað hef­ur um og ráðið sig sem fram­kvæmda­stjóra og upp­lýs­inga­full­trúa þing­flokks Flokks fólks­ins, seg­ir ráðning­una hafa borið nokkuð snöggt að.

„Mér bauðst þetta starf og það var í sjálfu sér ekk­ert lang­ur fyr­ir­vari á því. Ég hugsaði málið í ör­fáa daga og ákvað síðan að láta slag standa.“

Heim­ir lauk BA-prófi í stjórn­mála­fræði og fjöl­miðla­fræði frá Há­skóla Íslands árið 1989 og á að baki lang­an fer­il í blaða- og frétta­mennsku. Fer­ill­inn hófst á Þjóðvilj­an­um sál­uga en lengst af starfaði hann á frétta­stofu Stöðvar 2 og Bylgj­unn­ar sem síðar varð frétta­stofa Stöðvar 2, Vís­is og Bylgj­unn­ar.

Heim­ir hef­ur einnig gegnt stöðu verk­efna­stjóra, upp­lýs­inga­full­trúa og fram­kvæmda­stjóra hér og þar í at­vinnu­líf­inu og meðal ann­ars var hann einn af fáum stofn­end­um Hinseg­in daga í Reykja­vík árið 1999 og fram­kvæmda­stjóri þeirra fyrstu 11 árin.

Þá er hann ekki ókunn­ug­ur störf­um inn­an stjórn­mál­anna en á ár­un­um 1996 til 1999 var Heim­ir fram­kvæmda­stjóri Alþýðubanda­lags­ins.

Boðin fram­kvæmda­stjórastaða í miðju viðtali

Haf­andi starfað fyr­ir stjórn­mála­afl áður, hafði það togað í þig að fær­ast nær stjórn­mál­um á ný og koma að þeim frá öðrum vinkli?

„Ég var nú að vinna á Stöð 2 ein­mitt þegar Mar­grét Frí­manns­dótt­ir hest­húsaði mig í miðju viðtali í að verða fram­kvæmda­stjóri Alþýðubanda­lags­ins,“ seg­ir Heim­ir og rifjar upp skemmti­lega sögu af þeim vista­skipt­um.

„Hún var þá nýorðinn formaður og eft­ir að hafa mætt í morg­unþátt Bylgj­unn­ar var ég að taka við hana viðtal um það hvort hún væri búin að finna nýj­an fram­kvæmda­stjóra en fram­kvæmda­stjóri flokks­ins, Ein­ar Karl Har­alds­son, var hætt­ur.“

Það vakti mikla at­hygli þegar Ein­ar Karl hætti störf­um fyr­ir Alþýðubanda­lagið en hann hafði starfað með Ólafi Ragn­ari Gríms­syni í mörg ár.

„Fjöl­miðlum lá mikið á að vita hver tæki við af Ein­ari. Ég notaði tæki­færið á snemmmorg­un­vakt á Bylgj­unni, þegar Mar­grét kom eldsnemma í þetta viðtal, til að reyna að hest­húsa eitt­hvað fréttaviðtal frá henni. 

Þá sagði hún: „Vilt þú ekki bara taka þetta að þér?“. Ég tók það nú ekki al­var­lega og sagði henni að vera ekki að stríða mér með þetta og að við skyld­um bara byrja aft­ur. Ég byrjaði viðtalið aft­ur og hún end­ur­tók sama svarið.

Það varð svo úr að nokkr­um dög­um síðar varð ég orðinn fram­kvæmda­stjóri í Alþýðubanda­lag­inu,“ seg­ir Heim­ir frá.

„Heil­inn verður líka að fá sína leik­fimi“

Heimir Már var hann einn af fáum stofnendum Hinsegin daga …
Heim­ir Már var hann einn af fáum stofn­end­um Hinseg­in daga í Reykja­vík árið 1999 og fram­kvæmda­stjóri þeirra fyrstu 11 árin. Ljós­mynd/​Aðsend

Heim­ir Már seg­ir aðspurður auðvitað erfitt að kveðja vinnustað sem hon­um þyki mjög vænt um. Hann sé bú­inn að starfa á miðlum Sýn­ar sam­an­lagt í rúm 25 ár frá ár­inu 1991.

„Ég hef kynnst mörgu frá­bæru fólki og auðvitað er erfitt að yf­ir­gefa góða sam­starfs­fé­laga og starf sem manni þykir vænt um.“

Seg­ir hann að sér hafi liðið mjög vel á frétta­stof­unni þar sem farið hafi verið ákaf­lega vel með hann og hann fengið að gera nokk­urn veg­inn það sem hon­um hafi sýnst og langað til.

„Kannski var það erfiðasta við að taka þessa ákvörðun ein­mitt að hverfa af þess­um vett­vangi sem mér er mjög kær,“ seg­ir Heim­ir og bæt­ir því við að kannski sé ágætt að skipta um starf á 25 ára fresti og verða ekki of heimakær þar sem maður sé.

„Svo auðvitað bara að tak­ast á við nýj­ar áskor­an­ir. Heil­inn verður líka að fá sína leik­fimi. Maður má ekki fest­ast í ein­hverri rútínu, sér­stak­lega þegar maður er aðeins kom­inn á ald­ur. Maður verður að láta heil­ann fá ein­hverj­ar áskor­an­ir.“

Seg­ir Heim­ir gam­an að geta lagt Flokki fólks­ins lið og sömu­leiðis áskor­un. Flokk­ur­inn sé í stjórn­ar­sam­starfi í nýrri rík­is­stjórn sem sé að tak­ast á við alls kon­ar verk­efni.

Þekk­ir Alþingi fyr­ir tíma in­ter­nets­ins

Heim­ir Már seg­ir stjórn­mál í víðum skiln­ingi hafa verið áhuga­mál hans allt frá ung­lings­aldri. Þá hafi hann verið þing­frétta­rit­ari á Þjóðvilj­an­um sál­uga frá 1988 og seg­ist því þekkja Alþingi fyr­ir tíma in­ter­nets­ins, ra­f­ræns at­kvæðagreiðslu­kerf­is og viðbygg­inga en geri sér jafn­framt grein fyr­ir að margt hafi breyst á síðustu árum og ára­tug­um.

„Auðvitað hef ég þessa reynslu frá þess­um þrem­ur árum sem ég var hjá Mar­gréti Frí­manns­dótt­ur. Ég aðstoðaði hana við að sam­eina þessa fjóra flokka í einn sem varð síðar Sam­fylk­ing­in.

Þegar því var lokið, við kosn­ing­arn­ar 1999, hætti ég hjá Alþýðubanda­lag­inu og hef ekki komið ná­lægt al­mennu stjórn­mála­vafstri síðan þá,“ seg­ir hann.

Heim­ir hef­ur form­lega hafið störf nú þegar hjá þing­flokkn­um en seg­ir það koma til með að taka ein­hvern tíma að setja hann inn í öll kerfi og annað þess hátt­ar.

Til að lýsa störf­um sín­um fyrstu vik­una not­ar hann tæki­færið og vís­ar til til ákveðins tísku­orðs í stjórn­má­laum­ræðu und­an­far­inna daga og vikna.

„Ætli ég fái ekki þessa viku í hveiti­brauðsdaga.“

mbl.is