Allt vitlaust vegna kókosbaðs með krökkunum

Chrissy Teigen gat ekki vitað að baðmyndin myndi stuða fylgjendur …
Chrissy Teigen gat ekki vitað að baðmyndin myndi stuða fylgjendur sína líkt og hún gerði. Frazer Harrison/Afp

Of­ur­mamm­an, fyr­ir­sæt­an og rit­höf­und­ur­inn, Chris­sy Teig­en, hef­ur þurft að verj­ast at­huga­semd­um fylgj­enda sinna á In­sta­gram eft­ir að hún póstaði mynd á laug­ar­dag, af sér með börn­un­um sín­um í baði.

Það er ekk­ert nýtt af nál­inni að fyr­ir­sæt­an gefi fylgj­end­um sín­um, alls 41,8 millj­ón­um, inn­sýn í fjöl­skyldu­lífið og ekki í fyrsta skipti sem hún deil­ir mynd af sér í baði. Hins veg­ar hef­ur hún ekki áður deilt mynd af sér í kó­kosbaði með krökk­un­um, Wren, sem er 18 mánaða, Esti, tveggja ára, og Miles, sex ára.

Elsta dótt­ir henn­ar og söngv­ar­ans, John Legn­end, hin átta ára Luna Simo­ne, var ekki á mynd­inni. 

Við mynda­bunk­ann sem Teig­en setti inn fylg­ir fyr­ir­sögn­in „BAHHHHHHHHHHH“. Fylgj­end­um henn­ar, sem hafa iðulega mjög gam­an af hve opin Teig­en er um fjöl­skyldu­lífið, virðist frem­ur ofboðið vegna baðmynd­ar­inn­ar.

At­huga­semd­irn­ar gefa til kynna að fólki finn­ist þetta skrýtið, börn­in vera of göm­ul og þá helst að slík mynd eigi heima í fjöl­skyldual­búmi en ekki á al­net­inu. 

Page Six

mbl.is