Auka hrefnukvóta í þágu vistkerfisins

Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir hvalveiðarnar í takti við …
Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir hvalveiðarnar í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ljósmynd/Nærings- og fiskeridepartementet

Hval­veiðar er mik­il­væg­ur þátt­ur í vernd vist­kerf­is­ins og í takti við heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun. Þetta full­yrðir Mari­anne Si­vertsen Næss sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Nor­egs.

Norska rík­is­stjórn­in til­kynnti á vef norska stjórn­ar­ráðsins í gær að hrefnu­kvót­inn yrði auk­inn með 249 dýr­um frá því á síðasta ári og verður því norsk­um hval­veiðimönn­um heim­ilt að veiða sam­an­lagt 1.406 hrefn­ur árið 2025.

„Hval­veiðar Norðmanna eru sjálf­bær­ar, bundn­ar ströngu reglu­verki og hrefnu­stofn­inn er í mjög góðu ástandi. Nor­eg­ur not­ar hag­kvæm­ar og dýra­vel­ferðar­væn­ar veiðiaðferðir, og afrán hvala hef­ur áhrif á vist­kerfið. Hval­veiðar stuðlar því að auknu jafn­vægi í haf­inu. Til að ná heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun verðum við líka að borða meira af sjáv­ar­fangi, en hval­veiðar veita holla fæðu sem feng­in úr nærum­hverfi neyt­enda,“ seg­ir Si­vertsen Næss í til­kynn­ing­unni.

Norsk yfirvöld hafa ákveðið að heimilt verði að veiða 1.406 …
Norsk yf­ir­völd hafa ákveðið að heim­ilt verði að veiða 1.406 hrefn­ur í ár. Ljós­mynd/​Hav­forskn­ings­instituttet: Kat­hrine Ryeng

Fleiri en hundrað þúsund hrefn­ur

Í til­kynn­ing­unni er vak­in er at­hygli á að það séu fleiri en hundrað þúsund hrefn­ur á Norður-Atlants­hafi. Hrefnu­kvót­inn var 1.157 dýr á síðasta ári en eykst í 1.406 dýr vegna ónýtts kvóta á síðasta ári.

Á ár­inu 2024 tóku 11 sjóför þátt í hrefnu­veiðum Norðmanna sem eru fleiri skip en árið 2023, en aðeins var 415 dýr­um landað sem er þó nokkuð minni afli en árið á und­an.

Hrefnu­kvót­inn er ákveðinn á grund­velli reiknilík­ans frá vís­inda­nefnd Alþjóðahval­veiðiráðsins (IWC) sem norsk stjórn­völd segja tryggja sjálf­bæra nýt­ingu hrefnu­stofns­ins.

mbl.is