Sex vigtunarleyfishafar sættu eftirliti

Sex vigtunarleyfishafar sættu sérstöku eftirliti vegna frávika í íshlutfalli.
Sex vigtunarleyfishafar sættu sérstöku eftirliti vegna frávika í íshlutfalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex vigt­un­ar­leyf­is­haf­ar sættu sex vikna eft­ir­liti á síðasta ári vegna frá­vika á ís­hlut­falli í fyrri lönd­un­um áður en eft­ir­lits­menn Fiski­stofu stóðu yfir end­ur­vi­gt­un, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Fiski­stofu.

Til þessa sér­staka eft­ir­lits kem­ur ef sjást veru­leg frá­vik á ís­hlut­falli í afla skips miðað við meðaltals­ís­hlut­fall skips­ins í fyrri lönd­un­um. Fiski­stofa má halda úti þessu eft­ir­liti með hlutaðeig­andi vigt­un­ar­leyf­is­hafa í allt að sex vik­ur.

Fram kem­ur að fjöldi vigt­un­ar­leyf­is­hafa sé nokkuð stöðugur milli ára og varð eng­in breyt­ing milli 2023 og 2024. Voru þannig í fyrra 79 end­ur­vi­gt­un­ar­leyf­is­haf­ar og 17 heima­vigt­un­ar­leyf­is­haf­ar.

Stofn­un­in hef­ur á vef sín­um birt niður­stöður eft­ir­lits með end­ur­vi­gt­un með til­liti til ís­hlut­falls hjá þeim vigt­un­ar­leyf­is­höf­um sem sættu eft­ir­liti á síðasta ári.

mbl.is