Styrkjamáli ekki lokið

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra flutti í gær fyrstu stefnuræðu sína á …
Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra flutti í gær fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi. mbl.is/Eyþór Árnason

Þrátt fyr­ir að Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra hafi kynnt ákvörðun sína í styrkja­mál­inu síðastliðinn föstu­dag bend­ir ekk­ert til þess að mál­inu sé lokið. Það virðist ætla að fær­ast inn á Alþingi, sem nú hef­ur tekið til starfa.

Daði Már greindi fyr­ir helgi frá þeirri ákvörðun, sem hann studdi aðfengn­um laga­álit­um, að Flokk­ur fólks­ins þyrfti ekki að standa skil á þeim 240 millj­ón­um króna sem flokk­ur­inn fékk of­greidd­ar úr rík­is­sjóði árin 2022, 2023 og 2024. Flokk­ur­inn stóðst ekki laga­skil­yrði þeirra fram­laga, eins og Morg­un­blaðið greindi fyrst frá.

Í umræðum um stefnuræðu Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra í gær­kvöld viku þing­flokks­for­menn Sjálf­stæðis­flokks og Miðflokks báðir að styrkja­mál­inu og ýms­um af­leiðing­um þess, og ekki var annað að heyra en að flokk­arn­ir ætluðu að taka mál­in upp af mikl­um þunga á vett­vangi Alþing­is.

Til þess kunna að gef­ast marg­vís­leg tæki­færi, fyrst og fremst á vett­vangi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar þings­ins, en formaður henn­ar hef­ur boðað að málið verði tekið fyr­ir á vett­vangi henn­ar. Að lík­ind­um verða þeir fund­ir opn­ir þegar þar að kem­ur, enda ræðir um fjár­mál stjórn­mála­flokk­anna sjálfra.

Fjallað er um styrkja­málið í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag, en þar kem­ur einnig fram að sett­ar hafa verið fram al­var­leg­ar efa­semd­ir um þýðingu laga­álita fjár­málaráðherra. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: