Vill að Jóhann Páll gangist við mistökum

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eyþór

Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, var mikið niðri fyr­ir þegar hann mætti í ræðustól við upp­haf þing­fund­ar nú rétt í þessu. Gagn­rýndi hann harðlega orð Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra og þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, frá í gær.

Tóku aðrir þing­menn í minni­hluta und­ir gagn­rýni Sig­urðar Inga og sögðu ófor­svar­an­legt að Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hefði breytt fluttri stefnuræðu sinni miðað við þá ræðu sem send hafði verið þing­mönn­um tveim­ur dög­um fyrr.

Jó­hann sak­ar Sig­urð Inga um fram­kvæmda­leysi í gær

Sagði Jó­hann í umræðum í gær um stefnuræðu Kristrún­ar að Sig­urður Ingi væri að ljúga að þing­heimi þegar hann sagði Kristrúnu ekki hafa ávarpað kenn­ara og verk­föll þeirra í ræðu sinni. Jafn­framt sakaði Jó­hann Sig­urð um að hafa í störf­um sín­um í rík­is­stjórn í sjö ár ekki hafa komið ein­um ein­ustu virkj­ana­fram­kvæmd­um yfir 10 mega­vött­um af stað né að koma nýj­um jarðgöng­um af stað. 

Jóhann Páll Jóhannsson, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra og þingmanns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.
Jó­hann Páll Jó­hanns­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra og þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eyþór

Og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hátt­virt­ur þingmaður, sem kom ekki ein­um ein­ustu jarðgöng­um af stað á sjö árum, og sat í rík­is­stjórn sem kom ekki ein­um ein­ustu virkj­ana­fram­kvæmd­um yfir 10 mega­vött af stað á sjö árum, hann sak­ar núna nýja rík­is­stjórn um and-lands­byggðar­stefnu.

Er það nú! Og reynd­ar beit hann höfuðið af skömm­inni með því að ljúga því blákalt að þing­heimi að hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra hefði ekki ávarpað kenn­ara í ræðu sinni. Hefði ekki vikið að mennta­mál­um eða ávarpað kenn­ara þarna úti, sem hún gerði svo sann­ar­lega. Það er lágt risið á stjórn­ar­and­stöðunni hér í kvöld,“ sagði Jó­hann Páll í gær.

Kristrún Frostadóttir flutti stefnuræðu sína í gær á þingi. Minnihlutinn …
Kristrún Frosta­dótt­ir flutti stefnuræðu sína í gær á þingi. Minni­hlut­inn var ekki sátt­ur með að hún hafi breytt ræðunni frá þeirri sem send var út. mbl.is/​Eyþór

Sig­urður Ingi svar­ar fyr­ir sig

Sig­urði Inga var ekki skemmt yfir þess­um orðum Jó­hanns. Sagðist hann hafa vísað sér­stak­lega í út­senda ræðu Kristrún­ar þegar hann vitnaði til þess að ekki hafi verið fjallað um verk­föll kenn­ara.

Þá sagði Sig­urður Ingi jafn­framt að Dýra­fjarðargöng hefðu verið opnuð árið 2020 og að hann hafi þá verið ráðherra og klárað það mál. Jafn­framt vísaði Sig­urður Ingi til þess að á þess­um tíma sem hann var í rík­is­stjórn­inni hefði Reykja­nes­virkj­un opnað 30 mW virkj­un og að opna ætti í haust aðra 55 mW virkj­un á Suður­nesj­um.

„Ég fer fram á það, frú for­seti, að hæstv. ráðherra gang­ist við því að hafa borið mig röng­um sök­um í gær og sakað mig um lygi þegar ég var ekki að ljúga,“ sagði Sig­urður Ingi.

Gagn­rýna að Kristrún hafi breytt ræðunni

Sam­flokks­kona Sig­urðar Inga í Fram­sókn­ar­flokkn­um, Ingi­björg Isak­sen, kom næst á eft­ir hon­um í pontu og lýsti von­brigðum yfir því að Jó­hann Páll hefði sakað Sig­urð Inga um lyg­ar. Sagði hún gagn­rýni Sig­urðar Inga byggj­ast á því að Kristrún hafi breytt ræðu sinni frá því sem hafði verið sent út.

„Við feng­um ræðuna af­henda lög­um sam­kvæmt tveim­ur sól­ar­hring­um fyr­ir flutn­ing. Og þegar gerðar eru breyt­ing­ar þá er afar mik­il­vægt líka að bera virðingu fyr­ir þing­mönn­um að okk­ur sé til­kynnt um slík­ar breyt­ing­ar,“ sagði Ingi­björg og bætti við: „Mér þykir þetta miður og ekki gott upp­haf á nýju kjör­tíma­bili.“

Ingibjörg Isaksen, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Ingi­björg Isak­sen, odd­viti Fram­sókn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Seg­ir Kristrúnu og Jó­hann hafa leitt Sig­urð Inga í gildru

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kom næst í pontu og spurði hvort meiri­hlut­an­um væri „al­ger­lega fyr­ir­munað að bera virðingu fyr­ir einni ein­ustu reglu“ sem væri á Alþingi. Sagði hún það að breyta fluttri stefnuræðu frá út­sendri ræðu vera brot á þing­skap­a­lög­um og sagði hún ástæðu fyr­ir því.

„Hún er m.a. sú að það ógeðfellda atriði sem gerðist hér í gær að hv. þm. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son er leidd­ur í gildru og svo er öskrað á hann af sam­flokks­manni þess sem hannaði gildruna, að hafa stigið ofan í hana. Þetta átti for­seti að koma í veg fyr­ir,“ sagði Hild­ur áður en hún vísaði orðum sín­um beint að Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­seta þings­ins og þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar: „Ég vona að ég þurfi ekki að minna á að það er hlut­verk for­seta að vera for­seti alls þings­ins, ekki bara Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.“

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Eyþór
mbl.is

Bloggað um frétt­ina