Bryndís: „Er þetta samstaðan?“

Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra og Bryndís Haraldsóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra og Bryndís Haraldsóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrsti vara­for­seta Alþing­is, gagn­rýndi sam­stöðu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar á þing­fundi í gær. 

Hún seg­ir um­mæli Eyj­ólfs Ármanns­son­ar, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og þing­manns Flokks fólks­ins, um bók­un 35 gefa til kynna að hann styðji ekki fyrsta mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Í gær sagði þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins að hveiti­brauðsdög­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri lokið. Ég ætla ekki að óska nein­um nýgift­um hjón­um hveiti­brauðsdaga eins og þessi rík­is­stjórn hef­ur átt,“ sagði Bryn­dís.

Verður áhuga­verður þing­vet­ur

Bryn­dís sagði að fyrsta mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar í gær hefði verið bók­un 35 og komið hefði fram í ræðupúlti að einn af ráðherr­um rík­is­stjórn­ar styddi ekki það mál. Sami ráðherra og hefði sem þingmaður sagt að um væri að ræða stjórn­ar­skrár­brot.

„Ég velti fyr­ir mér, er þetta samstaðan sem við sjá­um fram á? Er þetta samstaðan sem hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra hef­ur talað um? Að hér væri kom­in sam­hent rík­is­stjórn? Hún er ekki einu sinni sam­mála um fyrsta þing­málið sem lagt var hér fram. Ráðherra í rík­is­stjórn styður ekki það mál. Ég segi nú bara: Þetta verður áhuga­verður þing­vet­ur,“ sagði Bryn­dís í lok­in.

Frá setningu Alþingis fyrr í þessum mánuði.
Frá setn­ingu Alþing­is fyrr í þess­um mánuði. mbl.is/​Karítas

Sam­starf snú­ist um mála­miðlan­ir

Til umræðu var frum­varp um breytt orðalag er varðar hafn­araðstöðu og sigl­inga­vernd í lög­um EES-samn­ings­ins. Kallaði Eyj­ólf­ur eft­ir, með um­ræddu frum­varpi, að skýrt væri í lög­um að Sam­göngu­stofa, sem sé að hans sögn hluteig­andi stjórn­vald, beri ábyrgð á að staðfesta áhættumat út­gerða fyr­ir ís­lensk skip og hafn­ir.

Í kjöl­far um­mæla Eyj­ólfs vildi Bryn­dís fá á hreint hvort hún hafi skilið ráðherr­ann rétt, að fyrsta mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri óþarft.

„Ef ég skildi orð hans rétt þá væri EES-samn­ing­ur­inn rétt inn­leidd­ur og það væri eng­in þörf á bók­un 35.“

„Ég ætlaði bara að gefa hæst­virt­um ráðherra tæki­færi því kannski mis­skildi ég hann hérna al­veg í lok­in. Styður hæst­virt­ur ráðherra það mál sem rætt var hér fyrr í dag, og var fyrsta mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og tel­ur hæst­virt­ur ráðherra þörf á því máli,“ spurði Bryn­dís.

Málið „al­veg krist­al­tært“

Eyj­ólf­ur sagðist þá telja það „al­veg krist­al­tært“ að gengið hefði verið frá þessu máli fyr­ir 30 árum síðan. Vanda­málið hafi verið vitað „því á fót­bolta­vell­in­um inn­an marka Evr­ópu­sam­bands­ins er bara eitt sett af regl­um. Ísland get­ur ekki verið með sérregl­ur.“

„Ég tel það að þegar við göng­um í sam­starf við aðra flokka að þá gef­um við eft­ir sum mál okk­ar en fáum önn­ur fram. Þetta er mála­miðlun. Íslensk stjórn­mál byggj­ast á mála­miðlun. Þetta eru flokk­ar, við erum í flokk­um, það er flokk­sagi og við spil­um með sama liðinu. Ég fer ekki að breyta um leik­k­erfi í rík­is­stjórn Íslands í dag. Það var samið um þetta og ég styð rík­is­stjórn Íslands og þannig lít ég á þetta mál,“ sagði Eyj­ólf­ur í lok­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina