„Hefur farið eftir hverjum einasta manni...“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Páll Stein­gríms­son seg­ir að fjöl­miðlar geri hreint fyr­ir sín­um dyr­um í hinu svo­kallaða byrlun­ar­máli. Tveir fyrr­um sak­born­ing­ar í mál­inu eru nú starfs­menn Alþing­is og nán­ir sam­verka­menn for­sæt­is­ráðherra.

    Hann er spurður út í það hvernig hon­um sé inn­an­brjósts í ljósi þessa en Þórður Snær Júlí­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans og Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamaður á sama miðli, höfðu báðir stöðu sak­born­ings í mál­inu þar sem rann­sakað var hvort Páli hefði verið byrlað ólyfjan í því skyni að af­rita gögn af síma hans og hvort viðkvæm­um, per­sónu­leg­um gögn­um úr sím­an­um hefði verið komið á fram­færi við þriðja aðila.

    Málið var fellt niður og sagði í yf­ir­lýs­ingu lög­reglu að það væri meðal ann­ars vegna tafa sem hlot­ist hefðu af ágrein­ingi við sak­born­inga „sem töldu sig ekki bera sömu skyldu og aðrir til að gefa skýrslu hjá lög­reglu vegna stöðu sinn­ar sem blaðamenn.“

    Fyr­ir öll­um dóm­stig­um

    Var fjallað um þann þátt máls­ins á þrem­ur dóm­stig­um, auk þess sem gerðar voru van­hæfis­kröf­ur á starfs­menn lög­reglu­embætt­is­ins sem í hlut átti sem fjallað var um á tveim­ur dóm­stig­um.

    Þá hef­ur einnig verið upp­lýst að Stefán Ei­ríks­son, út­varps­stjóri hafi reynst lög­reglu­yf­ir­völd­um óþægur ljár í þúfu og dregið svör við mik­il­væg­um spurn­ing­um er vörðuðu meinta af­rit­un síma Páls Stein­gríms­son­ar, ör­fá­um vik­um áður en fyrn­ing­ar­frest­ir í mál­inu liðu.

    Seg­ir Páll und­ar­legt að Þórður Snær Júlí­us­son sé kom­inn í það starf sem hann gegn­ir nú, sem fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, einkum vegna þess að hann hafi lagt í vana sinn að hundelta menn sem hafi mis­stigið sig í ís­lensku sam­fé­lagi.

    Rifjar upp sög­una af þýska stál­inu

    Minn­ir hann á að Þórður Snær hafi náð kjöri sem alþing­ismaður en sagt af sér í ljósi þess að gam­all ósómi hon­um tengd­ur kom upp á yf­ir­borðið í aðdrag­anda síðustu kosn­inga. Þar hafi Þórður Snær meðal ann­ars sagt öðrum blaðamönn­um ósatt og jafn­vel siðanefnd Blaðamanna­fé­lags­ins. Varðaði málið skrif Þórðar Snæs á bloggsíðu þar sem hann kom fram und­ir dul­nefn­inu „Þýska stálið.“

    Full­yrðir Páll meðal ann­ars að Þórður Snær hafi farið á eft­ir fyrr­um starfs­manni Sam­herja sem réði sig til starfa hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur. Það hafi hann gert, jafn­vel þótt viðkom­andi hafi ekki haft neina stöðu í um­ræddu máli eða öðrum. Hún hafi ein­fald­lega unnið sér það til saka að vinna fyr­ir út­gerðarfé­lagið sem Þórður Snær fjallaði mikið um á sín­um tíma og fór raun­ar mik­inn í þeirri sömu um­fjöll­un.

    Orðaskipt­in um þetta má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

    Hef­ur hundelt fólk

    Þú ert að íhuga það núna að fara í einka­mál. Nú ber svo við að í þess­ari viku var staðfest að annarra tveggja sak­born­inga í þessu máli, sem var fellt niður, er orðinn starfsmaður Alþing­is. Þeir eru tveir reynd­ar, starfs­menn Alþing­is og nán­ir og nán­ustu sam­verka­menn nýs for­sæt­is­ráðherra. Hvernig til­finn­ing er það eft­ir að hafa átt í höggi við þetta fólk?

    „Mér finnst dá­lítið sér­stakt að maður eins og Þórður Snær, sem hef­ur nán­ast farið eft­ir hverj­um ein­asta manni sem hef­ur eitt­hvað mis­stigið sig, að hann sé kom­inn í þessa stöðu. Hann elt­ir nú þá uppi Ara Edwald, Þórð Má og Hreggvið Jóns­son. Það var forsíðumynd af því þegar þeir voru hrakt­ir úr sín­um störf­um. Og fyr­ir hvað? Það lít­ur út fyr­ir að það hafi verið ein­tóm­ar lyg­ar. Var ekki verið að vitna í upp­töku sem Logi Berg­mann tók við Arn­ar Grant. Það lít­ur út fyr­ir að þar eru bara hrein­ar lyg­ar á ferðinni. Það vill nú svo til að ég kann­ast bæði við Hreggvið og Ara Edwald og ég tel að þeir hafi þarna verið tekn­ir af lífi að ósekju. Þarna hafi bara þessi mann­eskja, hún hafi bara verið í sér­stöku ag­enda og fengið plat­form hjá þeim hjá Stund­inni eða Heim­ild­inni þegar hún er í viðtali hjá Eddu Falak.“

    En hann er orðinn fram­kvæmda­stjóri þing­flokks og hef­ur fengið Blaðamanna­verðlaun fyr­ir þitt mál. Get­ur hann ekki bara sofnað sæll á nótt­unni fyr­ir það sem hann hef­ur lagt að mörk­um?

    Stát­ar sig af blaðamanna­verðlaun­um

    „Ef hann sofn­ar sæll þá er maður­inn al­gjör siðblind­ingi. Ég hef ekki trú á því að Þórður Snær, hafi hann ein­hverja sam­visku, að hann sofi vært. Og sérðu það til dæm­is að hann er mjög upp­tek­inn af því að vera  verðlauna­blaðamaður. Hann hef­ur ekki mætt held ég í eina ein­ustu yf­ir­heyrslu án þess að geta þess. Og meira að segja, hon­um fannst meira að segja ástæða til þess þegar hann kærði mig fyr­ir hót­an­ir, þegar þeir smíðuðu úr næst­um tveggja ára Face­book-status, og email sem ég sendi á Stefán Ei­ríks­son, já mér finnst mjög skrítið hvernig hann sér heim­inn. Ég ætla bara að leyfa mér að segja það.

    Hann elt­ir menn uppi og ég veit al­veg dæmi þess að einn starfsmaður Sam­herja fór að vinna hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur. Þeir djöfluðust þar í öll­um stjórn­ar­mönn­um. Hún var ekki með stöðu í neinu máli, hún hafði bara unnið hjá Sam­herja þannig að þeim þótti ástæða til að elta hana uppi. Og þeir eltu þessa þrjá menn uppi, gjör­sam­lega. Þórður Snær stát­ar sig af því að hafa hringt í alla stjórn­ar­menn tveggja stærstu líf­eyr­is­sjóðanna til að koma í veg fyr­ir að hann fengi stjórn­ar­sæti í Festi. En svo finnst hon­um, sér hann ekk­ert at­huga­vert við það að hann ger­ist þingmaður. Hann hröklaðist úr því starfi fyr­ir göm­ul leynd­ar­mál sem hann hélt hann væri bú­inn að fela. Hann reynd­ar reyndi að eyða þessu út og þar laug hann nú í koll­ega sína á sín­um tíma. Hann laug því klár­lega þegar málið með Rann­veigu Rist kom upp að hann eigi ekki aðild að þessu og hann meðal ann­ars lýg­ur að siðanefnd Blaðamanna­fé­lags­ins. Þessi hóp­ur er ekk­ert feim­inn við að ljúga. Við skul­um hafa það al­veg á hreinu og tala bara hreina ís­lensku. Þau eru ekk­ert feim­in við að ljúga að al­menn­ingi og mér finnst þau hrein­lega vera að mis­nota það traust sem við höf­um til blaðamanna og eig­um að hafa til blaðamanna, við eig­um að hafa traust til fjöl­miðla og við eig­um að hafa traust til fjöl­miðla. En eins og staðan er í dag þá sé ég ekki hvers vegna við eig­um að sóa skatt­fé í fjöl­miðla. Mér finnst að fjöl­miðlar verði til dæm­is að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um í þessu máli.“

    Viðtalið við Pál Stein­gríms­son má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:

    Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson eru nú starfsmenn …
    Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júlí­us­son eru nú starfs­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Alþingi. mbl.is/​sam­sett mynd
    mbl.is