Viðmiðunarverð þorsks aldrei hærra

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum. mbl.is/Þorgeir

Viðmiðun­ar­verð fyr­ir slægðan þorsk hækkaði 5. fer­bú­ar síðastliðinn um 3% og 1% í til­feli óslægðs þorsks, að því er seg­ir í til­kynnignu á vef Verðlags­stofu skipta­verðs. Hef­ur viðmiðun­ar­verð þorsks aldrei verið hærra en nú, 468,86 krón­ur á kíló fyr­ir slægðan 5 kílóa þorsk.

Einnig hækaði viðmiðun­ar­verð fyr­ir slægða og óslægða ýsu um 8,7%. Eng­ar breyt­ing­ar voru í til­felli ufsa og karfa.

Koma hækk­an­irn­ar í kjöl­far þó nokkur­ar hækk­un­ar í janú­ar þegar viðmiðun­ar­verð þorsks hækkaði um 8% og 11,1% í til­felli ýsu.

Viðmiðun­ar­verð, eða svo­kallað verðlag­stofu­verð, er lág­marks­verð við innri sölu út­gerða sem reka eig­in vinnslu og er til grund­vall­ar launa sjó­manna.

mbl.is