Áform ríkisstjórnar ógni kjarasamningum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland á blaðamannafundi …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar. SFS segir fyrirætlanir hennar í sjávarútvegsmálum geta ógnað kjarasamningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) telja að fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í sjáv­ar­út­vegs­mál­um ógni for­send­um lang­tíma­kjara­samn­inga við sjó­menn og land­verka­fólk.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar SFS þar sem hún lýs­ir áhyggj­um af rekstr­ar­skil­yrðum grein­ar­inn­ar og tel­ur að vegið sé að sam­keppn­is­hæfni henn­ar.

„Þrátt fyr­ir áherslu í orði á aukna verðmæta­sköp­un lyk­il­at­vinnu­vega í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar virðast fáar aðgerðir eða hug­mynd­ir liggja þar að baki. Með því að vega að sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­grein­ar sem legg­ur þung lóð á vog­ar­skál­ar hag­vaxt­ar og góðra lífs­kjara hér á landi er leiðin vörðuð að minni ávinn­ingi sam­fé­lags­ins af nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Kostnaði ekki velt út í verð

Lýs­ir stjórn­in sem fyrr seg­ir áhyggj­um af rekstr­ar­skil­yrðum í sjáv­ar­út­vegi sem og „fyr­ir­ætl­un­um stjórn­valda um veru­leg­ar breyt­ing­ar er lúta að at­vinnu­grein­inni. Aukn­ing strand­veiða, hækk­un veiðigjalds, hækk­un kol­efn­is­gjalds og frek­ari tak­mark­an­ir á eign­ar­haldi þyngja veru­lega róður­inn. Sjáv­ar­út­veg­ur kepp­ir á úti­velli í erfiðri alþjóðlegri sam­keppni, við rík­is­styrkt­an sjáv­ar­út­veg annarra þjóða, og hef­ur þar enga stöðu til þess að velta kostnaðar­hækk­un­um heima fyr­ir út í verð afurða. Fram hjá þess­ari stöðu má ekki horfa.“

Þá er sagt „um­hugs­un­ar­efni að lang­tíma­kjara­samn­ing­ar hafa verið gerðir við bæði sjó­menn og land­verka­fólk, í krafti þess að auk­in verðmæta­sköp­un og fram­leiðni geti staðið und­ir skuld­bind­ing­um samn­ing­anna. Þær for­send­ur kunna að bresta ef kynnt­ar fyr­ir­ætlan­ir rík­is­stjórn­ar ganga eft­ir.“

mbl.is