Árni til Ísafjarðar í miðri loðnuleit

Árni Friðriksson HF leitar nú loðnu en þurfti að sækja …
Árni Friðriksson HF leitar nú loðnu en þurfti að sækja varaliða á Ísafirði eftir að einn skipverji var sóttur með þyrlu LHG. mbl.is/Sigurður Bogi

Smá­vægi­leg­ar taf­ir urðu á yf­ir­ferð rann­sókna­skips­ins Árna Friðriks­son­ar á norðvest­ur­miðunum í tengsl­um við yf­ir­stand­andi loðnu­leiðang­ur vegna veik­inda skip­verja.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar sótti skip­verj­ann að morgni þriðju­dags og flutti hann til aðhlynn­ing­ar í Reykja­vík, en Árni Friðriks­son hélt í kjöl­farið til Ísa­fjarðar þar sem sótt­ur var nýr áhafn­ar­meðlim­ur sem kom í stað hins veika.

Árni er nú mætt­ur aft­ur til mæl­inga norður af Vest­fjörðum en Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, seg­ir lítið að frétta.

„Þeir hafa verið að sjá ein­hverja loðnu á Árna en það er of snemmt að segja nokkuð um magnið eða dreif­ing­una. Það hef­ur ekk­ert verið að sjá hjá hinum tveim­ur sem eru aust­ar.“

Pol­ar Ammassak og Heima­ey VE hafa leitað frá miðunum út af Langa­nesi og með Norður­landi. Heima­ey er nú norður af Eyjaf­irði en Pol­ar Ammassak norður af Húsa­vík.

Hægt er að fylgj­ast með ferðum skipa á veg­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í beinni:

mbl.is