Kristín aðstoðar Kristrúnu

Kristín Ólafsdóttir.
Kristín Ólafsdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Krist­ín Ólafs­dótt­ir hef­ur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Krist­ín er með BA-próf í ís­lensku frá Há­skóla Íslands en hún hef­ur starfað á frétta­stofu Stöðvar 2, Vís­is og Bylgj­unn­ar frá ár­inu 2017. Þar hef­ur hún m.a. sinnt frétta­skrif­um á Vísi, flutt frétt­ir í sjón­varpi og út­varpi, haft um­sjón með frétta­tím­um, stýrt umræðuþátt­um og sinnt dag­skrár­gerð sem einn um­sjón­ar­manna dæg­ur­málaþátt­ar­ins Ísland í dag. Þá var hún áður pistla­höf­und­ur á Frétta­blaðinu og hef­ur setið í stjórn Blaðamanna­fé­lags Íslands frá 2023, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins

Krist­ín mun hefja störf í lok fe­brú­ar.

Ólaf­ur Kjaran Árna­son starfar áfram sem aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra en hann tók til starfa þann 23. des­em­ber síðastliðinn. Fram að því var Ólaf­ur aðstoðarmaður Kristrún­ar Frosta­dótt­ur sem for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ólaf­ur er með meist­ara­próf í hag­fræði frá Cambridge-há­skóla. Hann var áður sjálf­stæður ráðgjafi og hef­ur starfað með ýms­um stjórn­mála­mönn­um, seg­ir enn frem­ur. 

mbl.is