Lenti aldrei í alvarlegum óhöppum

Skipstjórinn Guðbjartur Ingibergur Gunnarsson ólst upp á Hólmi á Stokkseyri.
Skipstjórinn Guðbjartur Ingibergur Gunnarsson ólst upp á Hólmi á Stokkseyri. Samsett mynd

Guðbjart­ur Ingi­berg­ur Gunn­ars­son, skip­stjóri til margra ára, fagnaði 85 ára af­mæli sínu 11. fe­brú­ar síðastliðinn og var í til­efni þess rætt við hann í Morg­un­blaðinu síðastliðinn þriðju­dag.

„Ég er bara nokkuð ánægður með starfs­fer­il­inn. Ég var mjög hepp­inn með að lenda aldrei í al­var­leg­um óhöpp­um eða slys­um og er mjög þakk­lát­ur fyr­ir það. Það hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar á skip­um og út­búnaði hvers kon­ar sem hafa létt mönn­um starfið og auðveld­ara og betra að hafa sam­band við fjöl­skyld­ur í landi,“ sagði Guðbjart­ur.

Hann er fædd­ur á Stokks­eyri 11. fe­brú­ar 1940 og kláraði í Stýri­manna­skól­an­um hið meira fiski­manna­próf vorið 1961.

Í Eyjafirði Sæbjörg og Óðinn sigla út fjörðinn, en Guðbjartur …
Í Eyjaf­irði Sæ­björg og Óðinn sigla út fjörðinn, en Guðbjart­ur var yf­ir­stýri­maður á Sæ­björgu. Ljós­mynd/​Aðsend

Guðbjart­ur stundaði sjó­mennsku mest­all­an starfs­fer­il­inn. Þegar hann hætti til sjós voru liðin 52 ár frá því að hann var fyrst skráður á skip. Hann byrjaði 15 ára á tog­ar­an­um Surprise og fór árið eft­ir 16 ára á tog­ar­ann Ísborg frá Ísaf­irði. Svo var hann á vertíðarbát­um og tog­ur­um í nokk­ur ár. Í sept­em­ber 1969 réðst hann til ÍSAL og var þar í fjög­ur ár.

Haf­rann­sókn­ir í Afr­íku

Árið 1978 byrjaði Guðbjart­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, fyrst í af­leys­ing­um en síðan sem fa­stráðinn stýri­maður. Hann var skip­stjóri á haf­rann­sókna­skip­inu Bjarna Sæ­munds­syni er hann fór á eft­ir­laun.

Árið 1990 var flutti Guðbjart­ur áamt eig­in­konu sinni til Swakop­mund í Namib­íu á veg­um Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar.

Í Namib­íu var Guðbjart­ur yf­ir­stýri­maður á rann­sókn­ar­skip­inu Bengu­ela og var svo beðinn að taka að sér að kenna verðandi veiðieft­ir­lits­mönn­um í Luder­itz. Voru þau í Namib­íu í tvö ár. Fóru svo aft­ur til Namib­íu í upp­hafi árs 1999 og dvöldu þá í eitt og hálft ár. Hann var þá skip­stjóri á haf­rann­sókna­skip­inu Welwitschia en síðustu mánuðina að kenna í Sjó­manna­skól­an­um í Wal­vis Bay.

Nán­ar má lesa um skip­stjór­ann Guðbjart Ingi­berg Gunn­ars­son hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: