Tillögur ganga í endurnýjun lífdaga

Lokaskýrsla Auðlindarinnar okkar var kynnt á fundi í ágúst 2023. …
Lokaskýrsla Auðlindarinnar okkar var kynnt á fundi í ágúst 2023. Ekki var mikil eining um þær fjölmörgu tillögur sem þar var að finna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Svo virðist sem ára­löng und­ir­bún­ings­vinna Svandís­ar Svavars­dótt­ur í mat­vælaráðuneyt­inu und­ir merkj­um „Auðlind­ar­inn­ar okk­ar“ ætli að verða Hönnu Katrínu Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra fisk­ur í fjöru.

Í pistli í Morg­un­blaðinu í gær boðaði Hanna Katrín frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða sem nær til gagn­sæ­is eigna- og stjórn­un­ar­tengsla, há­marks­afla­hlut­deild­ar og tengdra aðila. Fjöl­mörg atriði sem í pistli henn­ar eru nefnd virðast tek­in beint upp úr skýrslu Auðlind­ar­inn­ar okk­ar, hug­mynd­ir sem unnið var með í mat­vælaráðuneyt­inu frá ár­inu 2022, kynnt­ar í skýrslu í ág­úst 2023 og birt­ar í frum­varps­drög­um í sam­ráðsgátt sama ár.

Fram kom í pistl­in­um að verði frum­varpið að lög­um hef­ur það áhrif á út­reikn­inga á afla­marks­hlut­deild út­gerða með yfir 20% eign­ar­hald í öðrum út­gerðarfé­lög­um, m.t.t. lög­bund­inn­ar há­marks­hlut­deild­ar. Vakti hún þó at­hygli á að viðbót­ar­há­marks­afla­hlut­deild verði í boði fyr­ir út­gerðir í dreifðu eign­ar­haldi, að upp­fyllt­um skil­yrðum.

Mætti mót­byr

Þetta er nokkuð sam­bæri­legt við þær hug­mynd­ir sem birt­ust í stefnu­mót­un­ar­vinnu sem fram fór und­ir merkj­um Auðlind­ar­inn­ar okk­ar. Þar var lagt til að út­gerðarfé­lög sem skráð væru í kaup­höll myndu fá heim­ild til að fara með 15% af heild­arafla­marki í stað þeirra 12% sem al­mennt gild­ir.

Þegar þess­ar hug­mynd­ir voru kynnt­ar 2023 mættu þær mik­illi and­stöðu og var full­yrt að til­lag­an myndi að stuðla að auk­inni samþjöpp­un eign­ar­halds afla­hlut­deilda.

Hanna Katrín tek­ur einnig upp hug­mynd­ir Auðlind­ar­inn­ar okk­ar um til­kynn­ing­ar­skyldu viðskipta með afla­hlut­deild­ir og seg­ir frum­varpið gera ráð fyr­ir að slík viðskipti verði til­kynnt til Fiski­stofu sem birt­ir þau op­in­ber­lega líkt og gert er í kaup­höll.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: