Neita að tjá sig um byrlunarmálið

Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins, RÚV, vilja ekki tjá sig við Morgunblaðið. Það …
Forsvarsmenn Ríkisútvarpsins, RÚV, vilja ekki tjá sig við Morgunblaðið. Það á við um Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, Heiðar Örn SIgurfinnsson, fréttastjóra og Silju Dögg Gunnardóttur stjórnarformann stofnunarinnar. mbl.is/samsett mynd

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri hef­ur neitað Spurs­mál­um Morg­un­blaðsins um viðtal vegna hins svo­kallaða byrlun­ar­máls. Var það til um­fjöll­un­ar í viðtali við Pál Stein­gríms­son skip­stjóra í Spurs­mál­um síðastliðinn föstu­dag.

„Ég hef eng­ar for­send­ur til að tjá mig,“ seg­ir hann í skrif­legu svari við beiðninni. „Fyr­ir ligg­ur jafn­framt að rík­is­sak­sókn­ari hef­ur staðfest niður­stöðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra um niður­fell­ingu rann­sókn­ar máls­ins hvað varðar meint brot nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna Rík­is­út­varps­ins, auk annarra fjöl­miðlamanna, gegn friðhelgi einka­lífs,“ seg­ir jafn­framt í svari út­varps­stjóra.

Í fyrr­nefndu viðtali kem­ur fram, líkt og í op­in­ber­um gögn­um sem málið varðar, að starfs­fólk RÚV tengd­ist at­b­urðarás þar sem farsími Páls var af­hent­ur án vit­und­ar hans. Tveim­ur vik­um síðar tóku fjöl­miðlar að birta frétt­ir sem tengd­ust efni sem finna mátti á spjall­for­rit­um Páls.

Mörgu ósvarað

Enn er fjöl­mörg­um spurn­ing­um er varða aðkomu starfs­manna RÚV, og eft­ir at­vik­um stofn­un­ar­inn­ar sjálfr­ar, því ósvarað. Er það óháð því að saka­mál­a­rann­sókn í tengsl­um við málið hafi verið hætt. Þá er ljóst að lög­reglu­yf­ir­völd hafa full­yrt að sak­born­ing­ar í mál­inu, og út­varps­stjóri sjálf­ur, hafi tafið rann­sókn máls­ins, en mála­rekst­ur­inn rann að lok­um út vegna fyrn­ing­ar­frests sem leið.

Leitaði Morg­un­blaðið eft­ir viðtali við Heiðar Örn Sig­urfinns­son frétta­stjóra RÚV í ljósi þess að út­varps­stjóri taldi sér ekki fært að svara spurn­ing­um um málið.

Sama var uppi á ten­ingn­um í skrif­legu svari hans. Seg­ist hann ekki hafa for­send­ur til þess að tjá sig um málið, enda hafi hann alla sína þekk­ingu á því úr op­in­berri um­fjöll­un og þeim gögn­um sem fyr­ir­spyrj­andi vísaði til, en þar er um að ræða skýrslu­tök­ur lög­regl­ur o.fl. Þrátt fyr­ir það tjáði Heiðar Örn sig um málið á Face­book-þræði sem vísaði í viðtalið við Pál Stein­gríms­son í Spurs­mál­um. Þar sagði hann margt við viðtalið að at­huga og full­yrti að vitn­is­b­urður kon­unn­ar sem Páll sak­ar um að hafa byrlað sér ólyfjan og af­hent RÚV sím­tæki Páls, hefði verið mjög á „reiki“. Sú full­yrðing frétta­stjór­ans stang­ast á við yf­ir­lýs­ingu lög­regl­unn­ar þegar málið var fellt niður. Þar sagði orðrétt: „Framb­urður sak­born­ings sem af­henti fjöl­miðlum sím­ann hef­ur verið stöðugur all­an tím­ann sem rann­sókn­in hef­ur staðið um að hann hafi af­hent fjöl­miðlum sím­ann og þar hafi sím­inn verið af­ritaður.“

Morg­un­blaðið leitaði viðbragða Silju Dagg­ar Gunn­ars­dótt­ur stjórn­ar­for­manns RÚV og spurði hver ætti að vera í fyr­ir­svari fyr­ir Rík­is­út­varpið þegar kæmi að því að svara fyr­ir stofn­un­ina gagn­vart um­ræddu máli. Sagði hún ljóst að það væri hlut­verk út­varps­stjóra. Það væri ekki í verka­hring stjórn­ar stofn­un­ar­inn­ar.

Næsta grein um málið er vænt­an­leg í Morg­un­blaðinu á morg­un, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina