Norðmenn sæta harðri gagnrýni í Evrópu

Einhliða aukning makrílkvóta Norðmanna er sögð réttlæta viðskiptaþvinganir af hálfu …
Einhliða aukning makrílkvóta Norðmanna er sögð réttlæta viðskiptaþvinganir af hálfu ESB. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Á und­an­förn­um árum hafa Norðmenn getað tryggt land­vinnsl­um sín­um toll­frjálst aðgengi að rúss­nesku hrá­efni á und­ir­verði og ein­hliða stór­aukið kvóta sinna skipa í deili­stofn­um. Skilaði þetta veru­leg­um ávinn­ingi fyr­ir norsk­an sjáv­ar­út­veg en Adam var ekki lengi í Para­dís.

Gætu Norðmenn átt þving­un­araðgerðir yfir höfði sér, en fyr­ir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins ligg­ur til­laga að reglu­gerð sem heim­il­ar inn­flutn­ings­bann á ríki sem studna ósjálf­bær­ar veiðar.

Fram kom í um­fjöll­un sem birt var í blaði 200 mílna að fisk­veiðinefnd Evr­ópuþings­ins hélt sér­stak­an fund 28. janú­ar síðastliðinn um stöðu sam­skipta Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs með til­liti til fisk­veiða. Til­gang­ur fund­ar­ins, sem hald­inn var fyr­ir opn­um dyr­um í Brus­sel, var að rýna í nú­ver­andi fisk­veiðisamn­inga Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs og yf­ir­stand­andi fisk­veiðideil­ur.

„Um­deild­ar afla­hlut­deild­ir, ósjálf­bær nýt­ing fiski­stofna, end­ur­heimt sögu­legs veiðirétt­ar: frum­mæl­end­ur, sem eru sér­fræðing­ar í mál­inu, munu varpa ljósi á þessi mál, hvað er í húfi og hugs­an­leg­ar lausn­ir,“ sagði í kynn­ingu fund­ar­ins. Mættu fyr­ir nefnd­ina meðal ann­ars tals­menn evr­ópska tog­ara- og upp­sjáv­ar­flot­ans sem og emb­ætt­is­menn Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði fisk­veiða.

Es­ben Sver­drup-Jen­sen, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka danskra upp­sjáv­ar­vinnslu­stöðva (DPPO) og formaður stjórn­ar Sam­bands evr­ópskra fisk­fram­leiðenda (EAPO) sagði á fund­in­um ljóst að „Nor­eg­ur hugs­ar bara um Nor­eg, ekki um sam­starf, ekki um nýt­ing­ar­stjórn­un, og ekki um sam­vinnu“.

Heim­ild til þving­un­araðgerða

Vakti Sver­drup-Jen­sen meðal ann­ars at­hygli á sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu Dan­merk­ur, Svíþjóðar, Hol­lands, Þýska­lands, Frakk­lands, Pól­lands og Portúgal frá des­em­ber síðastliðnum. Þar minntu rík­in á samn­ing sem gerður var við Nor­eg árið 2007 um norsk-ís­lensku síld­ina sem fól í sér að Evr­ópu­sam­bandið minnkaði hlut­deild sína úr 8,38% í 6,51% gegn því að Nor­eg­ur heim­ilaði veiði í sinni lög­sögu. Enn hef­ur evr­ópsk­um síld­ar­skip­um ekki verið veitt aðgengi að norsku lög­sög­unni.

Jafn­framt sagði hann Norðmenn hafa meðal ann­ars ein­hliða og óhóf­lega stór­aukið mak­ríl­kvóta til sinna skipa. Vísaði hann til þess að 2021 hefðu Norðmenn aukið þá hlut­deild sem þeir gerðu til­kall til um 55% þrátt fyr­ir að ráðgjöf vís­inda­manna um há­marks­veiði hefði lækkað ráðlagðan heild­arafla um hundrað þúsund tonn.

Kallaði Sver­drup-Jen­sen eft­ir því að Evr­ópu­sam­bandið inn­leiddi nýj­ar reglu­gerðir um ósjálf­bær­ar veiðar sem fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins kynnti í fyrra, en sam­kvæmt reglu­gerðardrög­un­um yrði fram­kvæmda­stjórn­inni heim­ilt að beita ríki viðskiptaþving­un­um sem stunda ósjálf­bær­ar veiðar. Vildi hann einnig að Evr­ópu­sam­bandið hækkaði á ný hlut­deild í norsk-ís­lenskri síld í 8,38% þar sem Norðmenn hefðu ekki staðið við gef­in fyr­ir­heit.

Um­fjöll­un um fisk­veiðideil­ur Nor­egs og ESB má lesa í blaði 200 mílna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: