RÚV og Stundin með puttana í símanum

Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og Þóra Arnórsdóttir á RÚV fengu …
Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og Þóra Arnórsdóttir á RÚV fengu umboð til þess að sækja símkort eiginkonu Páls til lögmanns hennar, Láru V. Júlíusdóttur, tveimur dögum áður en hún mætti til yfirheyrslu hjá lögreglu fyrsta sinni. mbl.is/samsett mynd

Tveim­ur dög­um áður en eig­in­kona Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra var kölluð til skýrslu­töku hjá lög­reglu í fyrsta sinn vegna hins svo­kallaða byrlun­ar­máls veitti hún lög­manni sín­um, Láru V. Júlí­us­dótt­ur, skrif­legt umboð til þess að af­henda frétta­mönn­un­um Þóru Arn­órs­dótt­ur á RÚV og Aðal­steini Kjart­ans­syni á Stund­inni sím­kort sín. Á þeim eru varðveitt ra­f­ræn fót­spor sem meðal ann­ars geta upp­lýst um sam­skipti í og úr sím­tækj­um.

Mik­il sam­skipti

Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Þóra Arn­órs­dótt­ir hafði farið hönd­um um sím­tæki kon­unn­ar. Þannig staðfesta sms-skila­boð sem Morg­un­blaðið birt­ir í dag að í síðustu viku ág­úst­mánaðar 2021, rúm­um mánuði áður en fyrr­nefnd skýrslu­taka fór fram, fékk Þóra síma kon­unn­ar og kom hon­um í hend­urn­ar á huldu­manni sem fréttamaður­inn vildi ekki gefa upp hver væri. Sagði hún verk­efni manns­ins, sem væri „mjög var­kár“, að fara yfir ra­f­ræn fót­spor sím­ans og kanna meðal ann­ars hvort brot­ist hefði verið inn í hann.

Byrlunarmálið heldur áfram.
Byrlun­ar­málið held­ur áfram. Morg­un­blaðið/​Eggert

Marg­ir sím­ar, ekki einn

Þegar um­rædd síma­af­hend­ing átti sér stað virðist sem kon­an hafi þá þegar verið kom­in með annað sím­tæki í hend­ur sem hún fékk frá Þóru Arn­órs­dótt­ur. Um það sím­tæki, hvít­an Nokia-síma, ræðir kon­an í sms-sam­skipt­um við annað síma­núm­er sem merkt er ÞAK í síma­skrá henn­ar. Það vís­ar til síma­núm­ers sem Þóra Arn­órs­dótt­ir hafði skráð á Rík­is­út­varpið nokkr­um dög­um áður en eig­in­kon­an muldi svefn­lyf út í bjór manns síns og fékk hann til að drekka. Um þá at­b­urði var fjallað í frétta­skýr­ingu hér í blaðinu 13. fe­brú­ar síðastliðinn.

At­hygli vek­ur að síma­núm­erið sem um ræðir er nær al­veg eins og síma­núm­er Páls Stein­gríms­son­ar. Þar skeik­ar raun­ar aðeins ein­um tölustaf, hinum síðasta í röðinni.

Í byrlun­ar­mál­inu sem hér er fjallað um höfðu nokkr­ir blaða- og frétta­menn á RÚV, Stund­inni og Kjarn­an­um rétt­ar­stöðu sak­born­ings meðan á rann­sókn lög­reglu stóð. Málið var látið niður falla, meðal ann­ars vegna fyrn­ing­ar­frests sem leið.

Af gögn­un­um sem Morg­un­blaðið fjall­ar um í dag má glögg­lega sjá að starfs­fólk RÚV var í nán­um sam­skipt­um við fyrr­ver­andi sam­starfs­mann, Aðal­stein Kjart­ans­son blaðamann á Stund­inni, í tengsl­um við öfl­un þeirra gagna sem sótt voru í síma Páls Stein­gríms­son­ar. Það var gert meðan hann lá milli heims og helju á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans í Foss­vogi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina