Brotist inn á heimili stjörnuhjóna

Keith Urban og Nicole Kidman.
Keith Urban og Nicole Kidman. Ljósmynd/AFP

Brot­ist var inn á heim­ili stjörnu­hjón­anna Nicole Kidm­an og Keith Ur­ban í Bever­ly Hills í Kali­forn­íu­ríki nú á dög­un­um.

Slúður­vef­ur­inn TMZ greindi fyrst­ur frá tíðind­un­um.

Inn­brotið átti sér stað um helg­ina þegar eng­inn var heima, en ónefnd­ur starfsmaður hjón­anna kom að heim­il­inu stuttu eft­ir að inn­brotsþjóf­ur­inn hafði brotið sér leið inn í gegn­um glugga. Hann flúði vett­vang um leið og starfsmaður­inn mætti á svæðið.

Óljóst er hvort ein­hverju hafi verið stolið.

Kidm­an og Ur­ban, sem hafa verið gift frá ár­inu 2006, festu kaup á hús­inu árið 2008. Hjón­in eiga einnig glæsi­hýsi í Nashville, tvö heim­ili í Ástr­al­íu og íbúð í New York-borg.

mbl.is