Ebba Katrín fer með aðalhlutverk í nýrri spennuþáttaröð

Ebba Katrín Finnsdóttir.
Ebba Katrín Finnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Cinef­l­ex Rights hef­ur tryggt sér alþjóðleg­an dreif­ing­ar­rétt á nýrri spennuþáttaröð, sem ber titil­inn „Hild­ur“ og er byggð á met­sölu­bók finnska rit­höf­und­ar­ins Satu Rämö, sem ber sama nafn.

Variety greindi frá þessu fyrr í dag.

Leik­kon­an Ebba Katrín Finns­dótt­ir leik­ur titil­hlut­verkið í þess­ari sex hluta þáttaröð. Tinna Hrafns­dótt­ir leik­stýr­ir.

Með önn­ur hlut­verk fara þau Lauri Til­kan­en, Rick Okon, Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir, Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir, Odd­ur Júlí­us­son og Oona Airola.

Bú­ist er við að þáttaröðin verði frum­sýnd í byrj­un næsta árs.

Spennu­tryll­ir af bestu gerð

Mik­il spenna rík­ir fyr­ir þáttaröðinni enda spennu­tryll­ir af bestu gerð. Bók­in, sem kom út á síðasta ári, sló í gegn í Finn­landi, komst í efsta sæti met­sölu­lista og náði einnig mikl­um vin­sæld­um í Þýskalandi og víðar.

Hild­ur er rann­sókn­ar­lög­reglu­kona á Ísaf­irði. Líf henn­ar hef­ur lit­ast af dul­ar­fullu hvarfi yngri systra henn­ar fyr­ir 25 árum. Þegar snjóflóð fell­ur á sum­ar­húsa­byggð og Hild­ur og fé­lag­ar henn­ar í lög­regl­unni mæta á staðinn finna þau í rúst­un­um mann sem hef­ur verið myrt­ur og því greini­legt að í friðsæl­um bæn­um er eitt­hvað ein­kenni­legt á seyði.

Bókin sló í gegn víða um Evrópu.
Bók­in sló í gegn víða um Evr­ópu. Skjá­skot/​For­lagið
mbl.is