Segir ráðherra hafa eignað sér hróðurinn

Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Isaksen þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Karítas

Ingi­björg Isak­sen þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins sendi fjár­málaráðherr­an­um Daða Má Kristó­fers­syni pillu í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á þing­inu í vik­unni.

Þótti henni ráðherr­ann hafa eignað sér hróður­inn af vinnu starfs­stjórn­ar Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks sem settu lög sem fólu í sér hið nýja verklag um fag­lega skip­an í stjórn­ir rík­is­s­fyr­ir­tækja.

Benti hún á að Viðreisn hefði ekki greitt at­kvæði með frum­varp­inu í fyrra.  

„Hæst­virt­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur í allri sinni kynn­ingu á þessu nýja verklagi látið að því liggja að breyt­ing­in sé frá hon­um kom­in þegar hið rétta er að það var starfs­stjórn Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks sem gerði það und­ir lok síðasta kjör­tíma­bils,“ sagði Ingi­björg.

Viðreisn studdi málið ekki í fyrra

„Nefna má í þessu sam­hengi að þing­flokk­ur Viðreisn­ar greiddi reynd­ar ekki at­kvæði með því frum­varpi en nú virðist vera komið annað hljóð í strokk­inn, sem er vel. Það er gott að hér sé verið að fara að lög­um, ólíkt því sem er gert gagn­vart styrkj­um til stjórn­mála­flokka,“ bætti Ingi­björg enn frem­ur við.

Ingi­björg beindi spurn­ingu að ráðherra um fyr­ir­komu­lag skip­un­ar í val­nefnd­irn­ar og hvernig tryggja ætti lýðræðis­lega aðkomu þings­ins að þeim.

Fjár­málaráðherra sagðist glaður taka und­ir orð Ingi­bjarg­ar hvað vinnu starfs­stjórn­ar­inn­ar varðar.

„Það ber að þakka að síðasta þing samþykkti þessa breyt­ingu sem vissu­lega hef­ur fengið mjög góðan hljóm­grunn hjá nú­ver­andi rík­is­stjórn,“ sagði Daði.

Hann sagði jafn­framt að horft hefði verið til reynslu af sam­bæri­legu fyr­ir­komu­lagi hjá Banka­sýsl­unni. Formaður val­nefnd­ar gagn­vart bönk­un­um verði formaður val­nefnda fyr­ir öll stærri rík­is­fyr­ir­tæki. Síðan verði sótt fólk með fagþekk­ingu á því sviði sem ólík fyr­ir­tæki eru á til þess að koma að val­inu.

Hann svaraði því þó ekki að sinni hvernig tryggja ætti lýðræðis­lega aðkomu þings­ins.

Lýsti áhyggj­um af skorti á temprun valds

„Til­gang­ur og andi lag­anna er að koma í veg fyr­ir að hið raun­veru­lega vald sé í reynd í hönd­um ráðherr­ans eins,“ benti Ingi­björg á í seinni fyr­ir­spurn sinni og spurði ráðherra í kjöl­farið:

„Finnst ráðherra það sam­ræm­ast mark­miði lag­anna um gagn­sæi og fag­leg vinnu­brögð ef ein­ung­is er tekið til­lit til sjón­ar­miðs ráðherr­ans við skip­an val­nefnda? Kem­ur ekki til greina í huga hæst­virts ráðherra, til að und­ir­strika temprun valds, að til dæm­is stjórn­ar­andstaðan til­nefni einnig nefnd­ar­mann í val­nefnd­ina að lág­marki, sem ráðherra skip­ar, svo lengi sem skil­yrði lag­anna um hæfi séu upp­fyllt?“

Ráðherra svaraði því til að fyr­ir­komu­lagið sem horft væri til studd­ist al­farið við fag­lega skipaðar val­nefnd­ir.

„Það er raun­ar þannig að lesi maður frum­varpið frá Alþingi og grein­ar­gerð með því þá eru eng­in sjón­ar­mið um neina aðra aðkomu þar til staðar,“ sagði Daði. Hans aðkoma snú­ist ein­ung­is um það að gæta sam­ræm­is í sam­setn­ingu stjórn­ar.

Starfs­menn ráðuneyt­is ekki skipaðir í stjórn­ir

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, fylgdi spurn­ing­um Ingi­bjarg­ar eft­ir og spurði meðal ann­ars að því hvort hann það kæmi til greina að skipa starfs­menn fjár­málaráðuneyt­is­ins í stjórn­ir þeirra op­in­berra hluta­fé­laga sem um ræddi.

„Ekki í þessu til­felli, þannig að ef þú ert að spyrja bara um þessi fé­lög hér þá er það ekki það sem mark­miðið er,“ svaraði ráðherra.

Fé­lög­in sem um ræddi eru Lands­virkj­un, Isa­via, Rarik, Harpa o.fl. og er ekki annað að skilja af orðum ráðherra en að starfs­menn ráðuneyt­is hans komi ekki til greina í stjórn­ar­setu þeirra fé­laga.

mbl.is