Íslendingar fá aðeins 54% loðnukvótans

Loðnukvótinn verður ekki upp á marga fiska þennan veturinn.
Loðnukvótinn verður ekki upp á marga fiska þennan veturinn. mbl.is/Börkur Kjartansson

Loðnu­kvóti ís­lenskra skipa þenn­an vet­ur­inn ætl­ar ekki að verða upp á marga fiska og verður aðeins 4.683 tonna loðnu­kvóta ráðstafað til þeirra, sem er rúm 54% af þeim 8.589 tonna há­marks­afla sem Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur lagt til.

Þetta má lesa úr til­kynn­ingu á vef Stjórn­artíðinda.

Áður en kem­ur til út­hlut­un­ar verða 248 tonn dreg­in frá og falla í hlut rík­is­ins sem byggða- og at­vinnu­kvóti, en þess­ar veiðiheim­ild­ir verða lík­lega í boði fyr­ir ís­lensk skip á skipta­markaði.

Ætla má að þau 3.906 tonn sem útaf standa miðað við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar renni til er­lendra skipa í sam­ræmi við fisk­veiðisamn­inga Íslands við Græn­land, Fær­eyj­ar og Nor­eg.

mbl.is