Leggja til 8.589 tonna loðnukvóta

Meira mældist af loðnu norðvestur af landinu í febrúar en …
Meira mældist af loðnu norðvestur af landinu í febrúar en í janúar. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að heim­ilað verði að veiða 8.589 tonn af loðnu nú í vet­ur. Þetta er niðurstaða stofn­un­ar­inn­ar í kjöl­far fe­brú­ar­mæl­ingu stofn­un­ar­inn­ar. 

„Meira magn af loðnu mæld­ist fyr­ir norðvest­an land nú í fe­brú­ar en í janú­ar mæl­ing­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar. 

Frá 8. fe­brú­ar hef­ur hafrann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, ásamt upp­sjáv­ar­veiðiskip­un­um Pol­arAmmassak og Heima­ey, verið við loðnu­mæl­ing­ar norður af Íslandi. Ekk­ert var að sjá af full­orðinni loðnu á yf­ir­ferðasvæði veiðiskip­anna tveggja meðan tæp 98.2 þúsund tonn mæld­ust á Árna Friðriks­syni norðvest­an við land. Í janú­ar mæld­ust um 180 þúsund tonn aust­ur af land­inu og sam­an með fe­brú­ar­mæl­ing­unni vest­an til er heild­ar­mæl­ing vetr­ar­ins um 278.20 þúsund tonn. 

Þá seg­ir í til­kynn­ing­unni að stærð veiðistofns­ins var met­inn 318 þúsund tonn síðastliðið haust. „Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar bygg­ir á samþykktri aflareglu stjórn­valda þar sem haust­mæl­ing veg­ur 1/​3 á móti 2/​3 af niður­stöðu vetr­ar­mæl­inga að teknu til­liti til óvissu í mat­inu og til met­ins afráns.“ 

mbl.is