Ræða möguleika á frekari loðnuleit

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Vinnslustöðinni segir útgerðir funda á morgun …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Vinnslustöðinni segir útgerðir funda á morgun og er til umræðu hvort tilefni sé til að efna til frekari loðnuleitar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Full­trú­ar loðnu­út­gerða hafa fundað í dag og hef­ur verið til umræðu að efna til frek­ari loðnu­leit­ar. Þetta upp­lýs­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son (Binni), fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í sam­tali við 200 míl­ur.

Stutt er til stefnu því langt er gengið á vertíðar­tíma­bilið. „Loðnan er kom­in að Reykja­nesi og eft­ir ekki marga daga er hún kom­in í hrogn. Við ætl­um að funda aft­ur í fyrra­málið,“ seg­ir hann.

Haf­rann­sókna­stofn­un til­kynnti í dag end­ur­skoðaða loðnuráðgjöf í kjöl­far fe­brú­ar­mæl­ing­ar og legg­ur stofn­un­in til að heim­ilað verði að veiða 8.589 tonn.

Binni seg­ir upp­sjáv­ar­út­gerðirn­ar mjög ánægðar með sam­starfið við Haf­rann­sókna­stofn­un hingað til og hrós­ar starfs­mönn­um stofn­un­ar fyr­ir grein­argóða kynn­ingu á niður­stöðum leiðangra hverju sinni.

Þá sé já­kvætt að það verði gef­inn út ein­hver loðnu­kvóti að sögn Binna sem kveðst fagna því að loðnu­leiðangr­ar hafi sýnt að hrygn­ing­ar­stofn­inn sé á miðunum við landið.

„Það sem við erum að hugsa um núna er að halda mörkuðunum í Jap­an og Asíu lif­andi. Við gæt­um gert mjög mikið til þess að halda þeim með með 40 til 50 þúsund tonn­um.“

Hann seg­ir ekki skort á hrogn­um, næg­ar birgðir séu til, en mik­ill skort­ur sé á hrygnu og hæng, sér­stak­lega fyr­ir aust­ur­evr­ópska markaði.

mbl.is