Oddur Sigurðarson valinn fyndnasti háskólaneminn

Oddur Sigurðarson, Halldóra Elín Einarsdóttir og Fannar Gíslason.
Oddur Sigurðarson, Halldóra Elín Einarsdóttir og Fannar Gíslason. Ljósmynd/Aðsend

Úrslita­kvöld ár­legr­ar uppist­andskeppni á veg­um Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands fór fram í Stúd­enta­kjall­ar­an­um síðastliðið miðviku­dags­kvöld.

Fimm há­skóla­nem­ar stigu á svið, dældu út brönd­ur­um eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn og kepptu um titil­inn „Fyndn­asti há­skóla­nem­inn.

Þar stóð uppi sem sig­ur­veg­ari Odd­ur Sig­urðar­son, hag­fræði- og stærðfræðinemi. Hall­dóra Elín Ein­ars­dótt­ir, tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræðinemi, var í 2. sæti og Fann­ar Gísla­son, nemi í raf­magns- og tölvu­verk­fræði, í þriðja.

Hlutu þau öll veg­leg verðlaun frá Lands­bank­an­um ásamt því að fá miða á árs­hátíð Stúd­entaráðs Há­skóla Íslands sem fer fram á Hlíðar­enda í vik­unni.

Dóm­ar­ar keppn­inn­ar voru Steiney Skúla­dótt­ir, Guðmund­ur Ein­ar og Inga Stein­unn Henn­ings­dótt­ir. 

Sigurvegararnir ásamt dómurum kvöldsins.
Sig­ur­veg­ar­arn­ir ásamt dómur­um kvölds­ins. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is