Gefa Norðmönnum 1% loðnukvótans

Íslensku loðnuskipin fá mögulega loðnukvóta Norðmanna.
Íslensku loðnuskipin fá mögulega loðnukvóta Norðmanna. mbl.is/Börkur Kjartansson

Loðnu­samn­ing­ur milli Íslands og Græn­lands frá ár­inu 2023 ger­ir ráð fyr­ir að Íslend­ing­ar fá 6.957 tonna loðnu­kvóta eða 81% af 8.589 há­marks­afla vet­urs­ins. Þá fá Græn­lend­ing­ar 1.546 tonn eða 18% og eru sett til hliðar 86 tonn eða 1% fyr­ir Norðmenn.

Þetta upp­lýs­ir mat­vælaráðuneytið í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins. Þar er vak­in at­hygli á því að ekki sé meira sett til hliðar fyr­ir Norðmenn því þeir hafi ekki geng­ist við nýj­um loðnu­samn­ingi.

Á fimmtu­dag var þó greint frá því að ís­lensk­um upp­sjáv­ar­skip­um verði aðeins út­hlutað 4.683 tonna loðnu­kvóti.

Í svari ráðuneyt­is­ins kem­ur fram að draga hafi þurft úti­stand­andi skuld­bind­ing­ar frá hlut­deild Íslands. „Ísland er með tví­hliða samn­ing við Fær­eyj­ar og fær þar m.a. aðgang til kol­munna­veiða í fær­eyskri lög­sögu á meðan Fær­eyj­ar fá m.a. loðnu­kvóta frá Íslandi. Fær­eyski kvót­inn verður því 429 tonn.“

Íslend­ing­ar skulda

Þá er einnig dreg­in af hlut Íslands um­fram­veiðiskuld sem stofnað var til á vertíðinni 2022/​2023 í sam­ræmi við eldri loðnu­samn­ing frá 2018 og er hún 1.915 tonn. Þessi tonn skipt­ast milli Græn­lands og Nor­egs.

Ráðuneytið bend­ir þó á að norsk skip hafi ekki heim­ild til að stunda loðnu­veiðar í ís­lenskri lög­sögu vegna þess að Nor­eg­ur hafi ekki geng­ist við fyrr­nefnd­um samn­ingi. Að óbreyttu munu því þau tonn, sem eru tek­in frá fyr­ir Norðmenn, falla í hlut ís­lenskra loðnu­skipa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: