Jens Garðar býður sig fram til varaformanns

Jens Garðar Helgason gefur kost á sér til embættis varaformanns …
Jens Garðar Helgason gefur kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/Aðsend/mbl.is/Arnþór

Jens Garðar Helga­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi og þingmaður, ætl­ar að gefa kost á sér til embætt­is vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Jens Garðar var áður odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Fjarðabyggð og sveit­ar­stjórn­ar­maður í 12 ár. Hef­ur hann einnig gegnt trúnaðar­störf­um inn­an flokks­ins.

Hann var vara­formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í fjög­ur ár og sat í fram­kvæmda­stjórn sam­tak­anna í sex ár.

Megi ekki tjóðra niður kraft­inn með van­trú

„Fram und­an eru mik­il­væg verk­efni sem skipta landið allt máli. Við þurf­um að stíga stór skref í þá átt að leysa bet­ur úr læðingi þá krafta sem búa í þjóðinni. Einkafram­takið, öfl­ug­ur at­vinnu­rekst­ur um allt land og frelsi til að fram­kvæma, leggja grunn­inn að allri far­sæld okk­ar sem þjóðar.

Kraft­inn má ekki tjóðra niður með van­trú, óþarfa hindr­un­um, þung­lama­legu reglu­verki eða með því að líta á at­vinnu­lífið sem mjólk­ur­kú fyr­ir hið op­in­bera,“ er haft eft­ir Jens í til­kynn­ing­unni.

Diljá og Jón hugsa málið

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, frá­far­andi vara­formaður, til­kynnti það 23. janú­ar að hún ætli ekki að sækj­ast eft­ir að bjóða sig fram í embætti hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um á kom­andi lands­fundi. 

Jens Garðar er sá fyrsti til að bjóða sig fram til vara­for­manns en alþing­is­menn­irn­ir Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir og Jón Gunn­ars­son hafa einnig verið orðuð við fram­boð til vara­for­manns flokks­ins.

Þegar hafa þing­menn­irn­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Guðrún Haf­steins­dótt­ir til­kynnt um fram­boð sitt til for­manns flokks­ins.

mbl.is