Vörumerkið „borgarlína“ ónýtt

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:15
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:15
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, sem býður sig fram til for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir vörumerkið borg­ar­lína að ein­hverju leyti ónýtt út af því hvernig um það hef­ur verið fjallað.

Þetta kem­ur fram í ít­ar­legu viðtali við hana á vett­vangi Spurs­mála.

Þar ræðir hún risa­fram­kvæmd­ina sem hún seg­ir að geti aukið val­frelsi fólks þegar kem­ur að sam­göngu­mát­um. Hins veg­ar þurfi að fara var­lega í upp­bygg­ing­unni til þess að það skerði ekki tæki­færi þeirra sem vilja áfram nýta einka­bíl­inn til þess að koma sér milli staða.

Suður­lands­braut­in gjör­breyt­ist

Spinnst umræðan þá að nokkru um fyr­ir­ætlan­ir sem munu gjör­breyta ásýnd Suður­lands­braut­ar og fleiri svæða. Þar mun til­koma borg­ar­lín­unn­ar skerða aðgengi ak­andi fólks gríðarlega og stór­fækka bíla­stæðum, raun­ar svo mjög að fyr­ir­tækja­eig­end­ur á svæðinu telja að ef fram­kvæmd­in verður að veru­leika að þá kippi það stoðunum und­an rekstr­ar­grund­velli þeirra.

Orðaskipt­in um borg­ar­lín­una má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þá eru þau einnig rak­in í text­an­um hér að neðan.

Stórt mál sem klýf­ur flokk­inn

En það eru skipt­ar skoðanir á stór­um mál­um sem kljúfa flokk­inn, ekki bara eft­ir þess­um fylk­ing­um sem þið kann­ist lítið við eða minna en ég tel efni standa til. Eitt af þeim er borg­ar­lín­an. Það hafa full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherr­ann kvittað und­ir hvern papp­ír­inn á fæt­ur öðrum. Sí­hækk­andi kostnaður við borg­ar­línu hér og sam­göngusátt­mála upp á 311 þúsund millj­ón­ir. Hverju svar­ar þú fólk­inu út á landi sem klór­ar sér í koll­in­um og velt­ir fyr­ir sér vega­blæðing­un­um í Dala­sýslu eða ástand­inu á veg­un­um fyr­ir aust­an?

„Eðli­lega. Sam­göngu­mál eru í mikl­um ólestri. Og þar þurf­um við að þora að horfa til nýrra lausna, aðkomu einkaaðila, mögu­lega líf­eyr­is­sjóða og  við verðum bara að viður­kenna það að kerfið sem við höf­um haft uppi með viðhald á veg­um hef­ur ekki virkað nægi­lega vel. En það er líka mik­il innviðaskuld í Reykja­vík. R-list­inn leiddi hér borg­ina í mörg ár án þess að þiggja það að hér yrðu gerð mis­læg gatna­mót og farið í mik­il­væga sam­göngu­upp­bygg­ingu sem rík­is­stjórn­in þáver­andi talaði fyr­ir í borg­inni og...“

En það hefði verið hægt að ráðast í það allt án þess að setja upp borg­ar­lín­una sem er að fara að rústa allri starf­semi við Suður­lands­braut og þar fram eft­ir göt­un­um.

„Já, þarna þurf­um við að fara var­lega í það hvernig hún verður byggð upp og hvernig við bæt­um al­menn­ings­sam­göng­ur í land­inu. Við eig­um að tala fyr­ir skýru val­frelsi í sam­göng­um og það á ekki að bitna á fólki sem vill ferðast um í eig­in bíl. Og ég finna að þetta er mál þar sem fólk hef­ur mis­jafn­ar skoðanir og það er bara allt í lagi. Við í Sjálf­stæðis­flokkn­um eig­um að vera þess megn­ug að geta tek­ist á um út­færslu og ákveðna hluti en meg­um ekki gleyma okk­ur í því sem mögu­lega ýtir okk­ur í sund­ur, því við eig­um miklu meira sam­eig­in­legt. Ég vil styðja...“

Já en hver er þín skoðun, þetta er 311 millj­arða verk­efni. Ég nefni Suður­lands­braut­ina, ég fjallaði um þetta um dag­inn þar sem á að troða borg­ar­lín­unni inn í kerfið og það á að taka bíla­stæðin öll meira og minna af fyr­ir­tækj­un­um öll­um sem eru við Suður­lands­braut og einka­bíll­inn sem hef­ur núna 2x2 ak­rein­ar fær 1x1. Þetta verður allt í klessu og það sjá það all­ir.

Treyst­ir ekki Degi B. Eggerts­syni vel

„Já ég hef sagt að ég treysti, og hef treyst Degi B. Eggerts­syni illa fyr­ir að halda utan um þetta mál og fjár­mögn­un þessa verk­efn­is,“ seg­ir Áslaug.

Og hún bæt­ir við:

„Það eru marg­ir þætt­ir þarna sem þarf að end­ur­skoða og koma til umræðu. Ég held að ein­hverju leyti að brandið sé ónýtt, hvernig um það hef­ur verið talað og annað. En ég styð val­frelsi í sam­göng­um. Og ég styð upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna. Og ég finn það, ég fundaði í fyrra með yfir 100 kon­um í Dan­mörku, ís­lensk­um kon­um, sem ég var að ræða við og eru öfl­ug­ar í at­vinnu­líf­inu þar. Og ég var að velta fyr­ir mér af hverju þær væru ekki snún­ar heim og það sem var efst á baugi hjá þeim það voru fæðing­ar­or­lofs­mál­in, leik­skóla­mál­in í borg­inni en það voru líka sam­göng­ur. Og við þurf­um að hlusta á framtíðarkyn­slóðir á sama tíma og við för­um bet­ur með fé, byggj­um upp sam­göng­ur sem henta ís­lensku veðurfari og kom­ist sinn­ar leiðar bet­ur en það ger­ir í borg­inni í dag.“

Tek­ur stund­um strætó

Talandi um ís­lenskt veður. Ég held að það sé út­rætt mál.

„Strætó? Ég fer nú stund­um í strætó.“

Viðtalið við Áslaugu Örnu má sjá í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is