Áslaug Arna fær stuðning þingflokksformannsins

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, grein­ir frá því í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu að hún styðji Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur í for­manns­kjöri sem fram fer á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins um næstu helgi.

Áslaug Arna og Guðrún Haf­steins­dótt­ir hafa boðið sig fram til for­manns en Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, greindi frá því í byrj­un árs en hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í for­manns­kjör­inu. 

„Áslaug Arna er vin­kona mín og sam­verka­kona til margra ára. Eitt mik­il­væg­asta viðfangs­efni henn­ar í gegn­um tíðina hef­ur verið að finna sjálf­stæðis­stefn­unni stað í hverf­ul­um nú­tíma dags­ins í dag. Ég hef dáðst að henni og þeirri ein­lægu ástríðu sem hún hef­ur fyr­ir því verk­efni,“ seg­ir Hild­ur meðal ann­ars í grein­inni.

mbl.is