Diljá boðar til fundar

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður.
Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, boðar til fund­ar í Syk­ur­saln­um í Grósku á morg­un.

Diljá hef­ur legið und­ir feldi und­an­farið og brætt það með sér hvort hún hygg­ist bjóða sig fram til vara­for­manns flokks­ins á lands­fundi hans um næstu helgi.

Hún hef­ur verið þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður síðan 2021 og var 4. vara­for­seti Alþing­is á ár­un­um 2021 til 2023.

Sæk­ist lík­lega eft­ir vara­for­manns­stóln­um

Í til­kynn­ingu sinni á sam­fé­lags­miðlum seg­ir Diljá Mist að eft­ir marga fundi víða um land, skemmti­leg­ar umræður og frá­bær kynni við fjöl­breytt­an hóp vilji hún hitta fólkið og hita upp fyr­ir lands­fund.

Bú­ast má við því að á fund­in­um til­kynni Diljá um fram­boð sitt til vara­for­manns flokks­ins. 

Jens Garðar Helga­son, þingmaður og odd­viti flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, til­kynnti um fram­boð sitt til vara­for­manns á sunnu­dag og var sá fyrsti til þess. Jón Gunn­ars­son, þingmaður og fyrr­ver­andi ráðherra, hef­ur einnig verið orðaður við fram­boð til vara­for­manns ásamt Diljá.

Þegar hafa þing­menn­irn­ir og ráðherr­arn­ir fyrr­ver­andi, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Guðrún Haf­steins­dótt­ir, til­kynnt um fram­boð sitt til for­manns flokks­ins.

mbl.is