„Þetta var ekki stóra vertíðin“

Uppsjávarveiðiskip Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Gullberg VE 292, landaði afla um …
Uppsjávarveiðiskip Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Gullberg VE 292, landaði afla um helgina. mbl.is/Óskar Pétur

„Þetta var ekki stóra vertíðin,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, Binni, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en Gull­berg VE 292, upp­sjáv­ar­veiðiskip fyr­ir­tæk­is­ins, skaust á loðnumiðin um helg­ina og náði þar í skammt­inn sem Vinnslu­stöðin fékk út­hlutaðan úr sögu­lega litl­um loðnu­kvóta þetta árið.

Veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hljóðaði upp á 8.589 tonn og komu 4.434 tonn í hlut ís­lenskra út­gerða og fékk Vinnslu­stöðin 546 tonn af því. Var sá skammt­ur vel þeg­inn, enda var eng­inn loðnu­kvóti gef­inn út í fyrra.

Ef ekki kem­ur til þess að gef­inn verði út viðbót­arkvóti í loðnu er stystu loðnu­vertíð Íslands­sög­unn­ar lokið þar með, en menn eru þó ekki úrkula von­ar um að meiri loðna finn­ist.

Áformað var að tvö upp­sjáv­ar­veiðiskip, Aðal­steinn Jóns­son og Pol­ar Ammassak, færu út til leit­ar í gær­kveldi. Var ferðinni heitið á hafsvæðið út af Vest­fjörðum og Norður­landi vest­an­verðu. Von­ir standa til að þar kunni að verða vart við vestang­öngu loðnunn­ar sem kann að vera á leið vest­ur fyr­ir landið. Haf­rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son leitaði það hafsvæði fyrr í þess­um mánuði.

Binni seg­ir að aðeins meira af loðnu hafi náðst í veiðiferð Gull­bergs­ins en sem nem­ur út­hlutuðum kvóta, enda ómögu­legt að áætla fyr­ir fram hvað mikið magn komi í veiðarfær­in þegar menn kasta. 

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: