Ríflega helmingur loðnunnar til Íslands

Örstutt loðnuvertíð er nú á lokametrunum, enda kvótinn lítill.
Örstutt loðnuvertíð er nú á lokametrunum, enda kvótinn lítill. Morgunblaðið/Óskar Pétur

Útgefið heild­arafla­mark í loðnu í ár var 8.589 tonn skv. ráðlegg­ing­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og varð hlut­ur ís­lenskra út­gerða 4.435 tonn, eða tæp 52% af heild­inni. Ástæða þess að hlut­ur Íslend­inga varð ekki meiri en raun ber vitni er m.a. um­fram­veiði á síðustu loðnu­vertíð árið 2023, en þá nam út­gef­inn kvóti Íslands 329 þúsund tonn­um. Kvót­inn í ár er því ein­ung­is um 1,3% af kvóta síðustu loðnu­vertíðar og mun­ar um minna. En þarna kem­ur fleira til.

Samn­ing­ur Íslands og Græn­lands

Í gildi er samn­ing­ur á milli Íslands og Græn­lands um skipt­ingu kvót­ans á milli ríkj­anna í lög­sögu Íslands, en þar er Ísland með 81% hlut sem þýðir að 6.957 tonn koma til Íslands af heild­arafla­mark­inu. Græn­land er með 18% úr þess­um potti sem gef­ur þeim 1.546 tonn. Ísland og Græn­land hafa skilið eft­ir 1% handa Nor­egi af téðu afla­marki, en þar sem Norðmenn hafa ekki skrifað und­ir sam­komu­lag þessa efn­is skipta Ísland og Græn­land með sér þeim 86 tonn­um af loðnu sem þetta eina pró­sent hefði skilað Nor­egi, hefði sam­komu­lagið verið und­ir­ritað af þeirra hálfu.

Ísland fékk af þeim sök­um sín 81% af þessu eina pró­senti Norðmanna, sem gef­ur þ.a.l. 70 tonn af loðnu til viðbót­ar. Heild­arafla­mark Íslands var því 7.027 tonn þegar hér var komið sögu. Græn­lend­ing­ar fá síðan 16 tonn til viðbót­ar af norska pró­sent­inu, sem gef­ur þeim heild­arafla­mark upp á 1.562 tonn.

En þar með er ekki öll sag­an sögð.

Um­fram­veiði end­ur­greidd

Á síðustu loðnu­vertíð veiddi Ísland um­fram sinn kvóta sem nem­ur 1.915 tonn­um. Þegar þannig hátt­ar til ber að draga það sem um­fram er veitt frá afla­marki næsta árs á eft­ir og lækk­ar ís­lenska afla­markið þ.a.l. sem þessu nem­ur, fer úr áður­nefnd­um 7.027 tonn­um í 5.112 tonn. Úr þeim potti fær Græn­land 1.436 tonn og Nor­eg­ur 479 tonn. Þessu til viðbót­ar drag­ast frá 429 tonn skv. tví­hliða samn­ingi við Fær­ey­inga. End­an­legt afla­mark í loðnu sem kem­ur í hlut Íslands af áður­nefndu 8.589 tonna heild­arafla­marki stend­ur því í 4.683 tonn­um.

En þá er ríkið eft­ir, því að af áður­nefnd­um hlut, þ.e. af fyrr­greind­um 4.683 tonn­um, tek­ur ríkið til sín 5,3% sem leiðir til þess að í hlut ís­lenskra út­gerða komu á end­an­um 4.435 tonn. Mögu­legt er þó fyr­ir ís­lensku fyr­ir­tæk­in að leysa til sín það afla­mark sem 5,3% gefa, sem er 248 tonn, en gjalda verður þorsk í staðinn sem þá fer í byggðakvóta, strand­veiðar og þ.h.

Á end­an­um skipt­ist síðan afla­markið í loðnu þannig á milli ríkj­anna að Ísland fær 4.435 tonn eins og áður gat, Græn­land fær 2.998 tonn í sinn hlut og loks fá Norðmenn 479 tonn, en þar sem þeir hafa ekki und­ir­geng­ist sam­komu­lag um skipt­ingu loðnu­kvót­ans, geta þeir ekki nýtt sér sinn hlut.

Óljóst er hvað verður um 479 tonn­in sem í hlut Norðmanna komu en þeir eiga ekki mögu­leika á að nýta sér, en verið er að skoða málið í mat­vælaráðuneyt­inu, eft­ir því sem næst verður kom­ist.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: