Jón vandar Guðrúnu ekki kveðjurnar

Jón Gunnarsson og Guðrún Hafsteinsdóttir eru komin í hár saman.
Jón Gunnarsson og Guðrún Hafsteinsdóttir eru komin í hár saman. mbl.is/samsett mynd

Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, sak­ar Guðrúnu Haf­steins­dótt­ur, eft­ir­mann sinn í ráðherra­embætti, um að eigna sér ár­ang­ur for­vera sinna. Gagn­rýn­in birt­ist á viðkvæm­um tíma­punkti.

Á morg­un verður 45. lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins sett­ur í Laug­ar­dals­höll en á þriðja degi fund­ar­ins munu yfir 2.000 fund­ar­menn greiða at­kvæði um það hvort Guðrún eða Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, sem einnig er fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, verði næsti formaður flokks­ins.

 Ósátt­ur við um­mæli í Spurs­mál­um

Í færslu sem Jón skrifaði og birti á Face­book fyrr í kvöld vís­ar hann í færslu Guðrún­ar sem aft­ur vís­ar í um­mæli sem hún lét falla í viðtali á vett­vangi Spurs­mála síðastliðinn föstu­dag.

Þar sagði Guðrún meðal ann­ars:

„Ég kom inn í þetta ráðuneyti með það að augnamiði að ná stjórn á þess­um mála­flokki og hvað gerðist? Á síðasta ári fækkaði um­sókn­um um vernd á Íslandi um 55 pró­sent, brott­flutn­ing­ur frá land­inu jókst um 70 pró­sent. Það er ár­ang­ur að geta keyrt í gegn breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um sem eng­um öðrum hafi tek­ist fyrr en að ég geri það, en það sem er mest um vert að ég náði líka í gegn­um þessa ómögu­legu rík­is­stjórn að gera breyt­ing­ar á lög­reglu­lög­um, nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar sem Björn Bjarna­son lagði fyrst fram 2007. Það er líka ár­ang­ur.“

Guðrún halli réttu máli

Þarna seg­ir Jón Guðrúnu ekki fara með rétt mál.

„Mér þykir í raun miður að skrifa hér á þess­um vett­vangi um þessi mál, en ekki er und­an því kom­ist að gera at­huga­semd við mál­flutn­ing Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur í þess­ari klippu sem hún deil­ir hér með op­in­ber­lega í aðdrag­anda for­manns­kosn­inga í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Hún hef­ur haldið því fram að ekk­ert hafi gerst í út­lend­inga­mál­un­um fyrr en hún steig inn í dóms­málaráðuneytið,“ skrif­ar Jón.

Hann seg­ist auk þess hafa reynt að ná sam­bandi við Guðrúnu en að hún hafi í engu svarað tölvu­póst­um frá hon­um.

„Guðrún hef­ur í engu svarað per­sónu­leg­um pósti mín­um til henn­ar um þetta mál. Hún væri meiri mann­eskja með því að leiðrétta þetta með ein­hverj­um hætti sjálf.“

Og virðist það að hún svari ekki valda því að Jón stíg­ur fram og ger­ir þetta að um­tals­efni á Face­book.

„Mér þykir miður að Guðrún Haf­steins­dótt­ir velji frem­ur þann kost að slá sig til ridd­ara en að halda til haga því sem rétt er og sé mig nauðbeygðan til að birta þessa færslu þar sem hún hef­ur hunsað per­sónu­leg skila­boð mín til henn­ar vegna þessa.“

Og virðist færsla Jóns einnig sett fram í sam­hengi við for­manns­kjörið og það verk­efni sjálf­stæðismanna um kom­andi helgi að velja sér nýj­an leiðtoga þegar Bjarni Bene­dikts­son stíg­ur af hinu póli­tíska sviði.

„Góður leiðtogi hvet­ur sam­verka­menn, styður þá til góðra verka og gef­ur þeim svig­rúm til að njóta þess sem vel er gert. Þannig verður til öfl­ug liðsheild þar sem hver og einn fær að njóta sín. Öflug­ur leiðtogi eign­ar sér ekki ár­ang­ur annarra eða ger­ir lítið úr þeim sem á und­an komu.“

Árang­ur sem marg­ir eiga heiður af

Seg­ir Jón staðreynd­irn­ar liggja fyr­ir um þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur í út­lend­inga­mál­um og að þar sé að baki sam­hent átak margra, ekki síst fyr­ir­renn­ara henn­ar á ráðherra­stóli.

„Grunn­ur að ár­angri í út­lend­inga­mál­um var lagður í sam­eig­in­legu átaki þeirra sem á und­an Guðrúnu voru í dóms­málaráðuneyt­inu og þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þetta þekki ég vel eft­ir að hafa setið í stóli dóms­málaráðherra, þar sem ég talaði af­drátt­ar­laust gegn þeirri stöðu sem þá var uppi í út­lend­inga­mál­um. Um­sókn­um fjölgaði í veld­is­vexti með til­heyr­andi áhrif­um á ís­lenskt sam­fé­lag, álagi á innviði og kostnaði.“

Bend­ir Jón á að tor­velt hafi verið að ná fram breyt­ing­um á þess­um mála­flokki, en það hafi skýrst af af­stöðu sam­starfs­flokk­anna á þingi.

 Ítrekaðar til­raun­ir gerðar

„Ráðherr­ar flokks­ins sem á und­an mér komu höfðu all­ir gert ít­rekaðar til­raun­ir til breyt­inga á út­lend­inga­lög­um og lagt drög á þeim breyt­ing­um sem síðan náðust í gegn.

Það gust­ar oft um þá sem fara gegn straumn­um og það var lýs­andi fyr­ir tíma minn í ráðuneyt­inu. Árið 2023 náðum við sjálf­stæðis­menn í gegn fyrstu breyt­ing­um á út­lend­inga­lög­um; mál voru af­greidd hraðar, spornað var við mis­notk­un vernd­ar­kerf­is­ins, skerpt á heim­ild­um til skerðing­ar og niður­fell­ing­ar þjón­ustu til þeirra sem voru hér í ólög­mætri dvöl,“ seg­ir Jón.

Viðtalið við Guðrúnu í Spurs­mál­um, sem Jón vís­ar til er aðgengi­legt í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina