„Frestum ekki framtíðinni“

mbl.is/Hákon

„Tæki­færið er núna,“ sagði Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir í fram­boðsræðu sinni til for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi fyr­ir stundu. Hún lagði áherslu á end­ur­reisn flokks­ins með skýr­ari stefnu, meira hug­rekki og auk­inni sókn í stjórn­ar­and­stöðu.

Áslaug hóf mál sitt á því horfa yfir sal­inn og benda á að það væri þetta, sem vinstri­menn hrædd­ust: Full­ur sal­ur af kraft­miklu fólki sem treysti stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins, en enn meira óttuðust vinstri­menn þó flokk­inn ef hann þyrði að taka djörf skref inn í framtíðina.

„Það er okk­ar að hræða úr þeim líftór­una,“ sagði Áslaug við mik­il fagnaðarlæti og sló tón­inn fyr­ir ræðuna, sem var ákall um breyt­ing­ar og að menn tækju framtíðinni opn­um örm­um.

„Frest­um ekki framtíðinni! För­um í nýja sókn. Það er ekki eft­ir neinu að bíða! Tæki­færið er núna.“

Kjós­end­ur höfðu ekki næga trú

Áslaug Arna benti á að nú­ver­andi staða í stjórn­mál­um – vinstri­stjórn und­ir for­ystu Kristrún­ar Frosta­dótt­ur – væri ekki vegna sig­urs vinstri­flokka, held­ur vegna þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi misst fylgi sitt í sögu­legt lág­mark.

„Kjós­end­ur höfðu ekki næga trú á okk­ur,“ sagði hún og hvatti flokks­menn til að axla ábyrgð og grípa strax til aðgerða upp­bygg­ing­ar, ekki niðurrifs.

Minnt­ist Bjarna Ben eldri og lofaði þann yngri

Hún rifjaði upp sögu­leg­an ár­ang­ur flokks­ins, hvernig sjálf­stæðis­menn hefðu lagt grunn­inn að blóm­legu at­vinnu­lífi, vel­ferðar­kerfi og inn­göngu Íslands í NATO und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar eldri, sem hafi tryggt frelsi, lýðræði og vel­meg­un.

Einnig var ár­ang­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar yngri lofaður, þar á meðal lækk­un skatta, niður­greiðsla skulda og af­nám hafta, sem hafi skilað Íslandi betri stöðu en þekkt­ist í helstu ná­granna­ríkj­um.

Ef­ast um að nokk­ur þeirra kunni Heimlich

For­manns­fram­bjóðand­inn dró ekki af sér í gagn­rýni á rík­is­stjórn­ina. Áslaug sakaði stjórn Kristrún­ar um að hækka skatta, tak­marka at­vinnu­frelsi, ýta und­ir inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og hindra lausn­ir í hús­næðismál­um, heil­brigðisþjón­ustu og mál­efn­um hæl­is­leit­enda.

„Þessi rík­is­stjórn stend­ur reynd­ar nú þegar á önd­inni – og ég ef­ast um að nokk­ur þeirra kunni að beita Heimlich-aðferðinni!“ sagði Áslaug og upp­skar hlát­ur, en þar vísaði hún til þess þegar hún á aðvent­unni bjargaði að lík­ind­um lífi veit­inga­húsa­gests, sem lá við köfn­un.

Hún nefndi að rík­is­stjórn­in kveinkaði sér mikið und­an stjórn­ar­and­stöðunni, en sagði að það hefðu verið hveiti­brauðsdag­arn­ir. Nú væru þeir liðnir og hét Áslaug Arna því að við tæki hörð stjórn­ar­and­stöðu.

Hét sam­stöðu

Áslaug lagði fram framtíðar­sýn um Sjálf­stæðis­flokk­inn, sam­einaðan og stór­huga, líkt og álft­ir í odda­flugi, sem vinni sam­an að því að kljúfa mótvind­inn.

Hún hvatti til þess að flokk­ur­inn end­ur­nýjaði starf sitt, opnaði Val­höll sem fé­lags­heim­ili flokks­manna og treysti ungu fólki til áhrifa, eins og áður hefði tek­ist svo vel með ung­um leiðtog­um á borð við Davíð Odds­son og Bjarna Bene­dikts­son.

„Við höf­um val um að staðna – eða sýna hug­rekki til að stíga næsta skref til framtíðar inn í næsta blóma­skeið Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

Að lok­um nefndi hún for­manns­kjör flokks­ins, þar sem hún og Guðrún Haf­steins­dótt­ir kepptu að sama marki, og hét sam­stöðu óháð niður­stöðunni.

mbl.is