„Kerfið burt“

Jens Garðar líkti Sjálfstæðisflokknum við storminn sem blásið gæti nýju …
Jens Garðar líkti Sjálfstæðisflokknum við storminn sem blásið gæti nýju lífi í íslenskt samfélag. mbl.is/Hákon

Jens Garðar Helga­son sagði í fram­boðsræðu sinni til vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins að mik­il­vægt væri að nýta sókn­ar­fær­in með því að trúa á fólk, hvetja það og treysta því til góðra verka, í stað þess að vantreysta og skatt­leggja.

Hann vitnaði í Storm, ljóð Hann­es­ar Haf­stein og líkti Sjálf­stæðis­flokkn­um við storm­inn sem blásið gæti nýju lífi í ís­lenskt sam­fé­lag. Hann lagði áherslu á að flokk­ur­inn þurfi að finna aft­ur innri kraft sinn og leiða þjóðina inn í nýja tíma með skýrri sjálf­stæðis­stefnu.

Aft­ur sá storm­ur sem þjóðin þyrfti

Jens rifjaði upp sögu flokks­ins sem afl breyt­inga, frá fram­sýni Ólafs Thors og Bjarna Bene­dikts­son­ar eldri, sem veittu ömmu hans von um betra Ísland, til Davíðs Odds­son­ar og Friðriks Soph­us­son­ar, sem ýttu und­ir frelsi og einkafram­tak á síðustu öld.

Hann sagði þessa arf­leifð hafa skilað hag­vexti og vel­sæld, en spurði hvort flokk­ur­inn hafi misst sjón­ar á frels­is­mál­um með vax­andi kerf­isþunga.

Hann gerði „Kerfið burt!“ að slag­orði sínu, kallaði reglu­gerðarfarg­anið „alltumlykj­andi og íþyngj­andi“ og sagði það drepa at­hafnagleði og verðmæta­sköp­un. Hann hét því að flokk­ur­inn yrði aft­ur sá storm­ur sem þjóðin þyrfti, og nefndi til dæm­is hraðari ákv­arðanir í innviðum eins og veglagn­ingu á Vest­fjörðum og Sunda­braut, og virkj­un fall­orku til að koma í veg fyr­ir raf­orku­skort.

„Við setj­um þjóðina í fyrsta sæti, ekki kerfið,“ sagði hann.

Jens Garðar við flutning ræðu sinnar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í …
Jens Garðar við flutn­ing ræðu sinn­ar á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag. mbl.is/​Há­kon

Feigðarpl­an rík­is­stjórn­ar

Jens gagn­rýndi nú­ver­andi rík­is­stjórn harðlega og kallaði stefnu henn­ar „feigðarpl­an“, sem miði að dýpri skatt­heimtu og inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, sem glímdi við efna­hags­lega stöðnun. Hann lofaði jafn­h­arðri stjórn­ar­and­stöðu og Bjarni Bene­dikts­son og Ólöf Nor­dal veittu á sín­um tíma.

Hann lagði áherslu á að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn yrði að sýna trú­verðug­leika með því að efna lof­orð sín, svo heim­ili og fyr­ir­tæki finni mun þegar flokk­ur­inn kemst aft­ur til valda.

„Við treyst­um hinum vinn­andi manni frek­ar en að seil­ast dýpra í vasa hans,“ sagði hann og bætti við að með því að hvetja fólk til dáða skap­ist verðmæti sem styðji við vel­ferðar­kerfið.

Eig­inmaður, faðir og afi lof­ar sigri

Jens kjarnaði framtíðar­sýn sína með lof­orði um sigra í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um næsta vor, þar sem flokk­ur­inn myndi finna „storm­inn innra með sér“ og fá byr í segl­in.

Hann kvaðst sækja styrk í reynslu sína sem eig­inmaður, faðir, afi og í þriggja ára­tuga starf fyr­ir flokk­inn í sveit­ar­stjórn, at­vinnu­lífi og Norðaust­ur­kjör­dæmi.

„Ég mun ein­henda mér í bar­átt­una, djarf­ur og glaður, og sam­an náum við enn meiri ár­angri fyr­ir Ísland,“ sagði hann að lok­um og bað um stuðning fund­ar­gesta.

mbl.is