Lögreglan sektar landsfundargesti

Lögreglan mun kíkja við fyrir utan Laugardalshöllina af og til …
Lögreglan mun kíkja við fyrir utan Laugardalshöllina af og til í dag. mbl.is/Kristján

Lög­regl­an hef­ur haft nóg að gera við að sekta bíla sem lagt hef­ur verið ólög­lega við Laug­ar­dals­höll­ina þar sem lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins fer fram um helg­ina.

Tveir lög­reglu­bíl­ar voru fyr­ir utan Laug­ar­dals­höll­ina um há­deg­is­bil og voru lög­reglu­menn í óða önn við að skella sekt­armiðum á bíla.

mbl.is/​Kristján

„Menn voru að leggja ólög­lega. Öku­menn sem leggja ólög­lega, hvort sem þeir eru í Laug­ar­dal eða Vest­ur­bæ eiga von á sekt­um,“ seg­ir Árni Friðleifs­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is. 

Hann ger­ir ráð fyr­ir að lög­regl­an muni kíkja við fyr­ir utan Laug­ar­dals­höll­ina af og til í dag, þannig ef fólk vill kom­ast hjá sekt er um að gera að finna stæði til að leggja í og ganga þá ör­lítið lengri vega­lengd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina