„Nú skrifum við næsta kafla og stækkum Sjálfstæðisflokkinn“

mbl.is/Hákon

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, þingmaður og fyrr­ver­andi ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins, hóf fram­boðsræðu sína til for­manns á lands­fundi flokks­ins í dag með því að biðja fund­ar­gesti að rísa úr sæt­um sín­um og klappa hraust­lega fyr­ir Bjarna Bene­dikts­syni frá­far­andi for­manni og fyrr­ver­andi ráðherra flokks­ins um ára­bil.

Hún sagði þá að í Sjálf­stæðis­flokkn­um væri rými fyr­ir margs kon­ar sjón­ar­mið sem falli svo í sam­eig­in­leg­an far­veg grunn­gilda flokks­ins.

Það var ein­mitt rauði þráður­inn í ræðu Guðrún­ar – sam­vinna og sam­taka­mátt­ur. Sagði hún lands­fund verða fyrstu skref­in í end­ur­reisn for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins.

mbl.is/​Há­kon

Kveðja frá vinstri­manni

Guðrún sló á létta strengi þegar hún bað fyr­ir góðum kveðjum frá Jóni Bjarna­syni, fyrr­ver­andi ráðherra Vinstri grænna, og sagði stutta sögu af því að hún hafi hringt í Jón Bjarna­son ný­lega til að ræða lífið og póli­tík­ina en kom­ist að því þegar hún væri langt kom­in inn í sím­talið að hún hafi hringt í téðan vinstri-mann en ekki vin sinn Jón Bjarna­son bónda.

Guðrún hét lands­fund­ar­mönn­um því að mæta á hverj­um degi til vinnu og róa öll­um árum til þess að stækka flokk­inn.

Sagði hún að flokks­menn muni sigr­ast á mót­læt­inu og hefja næsta vaxt­ar­skeið Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Rækti flokk­inn

Í ræðu sinni kom Guðrún inn á það sem hún hef­ur rætt op­in­skátt í kosn­inga­bar­átt­unni, sem er and­lát föður henn­ar og þegar hún tók óvænt við fram­kvæmda­stjóra­stöðu í fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu.

Inn­takið var þó þátt­ur móður henn­ar sem Guðrún sagði að hafi sagt við þau systkin­in að þau skyldu reka fyr­ir­tækið áfram í minn­ingu pabba þeirra. Þá hafi hún sagt að um leið og systkin­in færu að ríf­ast yrði fyr­ir­tækið selt.

Lýsti Guðrún því hvernig móðir sín ræktaði allt sitt sam­fé­lag, meðal ann­ars með því að mæta í eig­in per­sónu á heim­ili allra starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins sem eign­ast hefðu börn, með prjónaðar hos­ur.

Sagðist Guðrún myndu rækta flokk­inn eins og mamma sín hafi gert en að hún geti ekki lofað heima­prjónuðum ull­ar­sokk­um á öll ófædd börn og barna­börn lands­fund­ar­mannaþó hún glöð vildi.

Þrjár breyt­ing­ar

Lagði Guðrún til þrjár breyt­ing­ar.

Í fyrsta lagi sagðist hún vilja færa valdið til flokks­manna. Það þurfi að efla flokks­fé­lög­in og færa verk­efni og fjár­magn út í kjör­dæm­in þar sem grasrót flokks­ins vísi veg­inn í sinni heima­byggð.

Í öðru lagi sagðist Guðrún vilja stuðla að því að for­ysta flokks­ins verði kos­in með opn­ari hætti. Hún sagðist vilja gefa öll­um flokks­mönn­um sem sann­ar­lega starfa í og styðja flokk­inn tæki­færi á að velja sína for­ystu. Sagðist hún trúa því að sú breyt­ing muni styrkja flokk­inn og sam­eina.

Í þriðja lagi vill hún gera Val­höll að gróður­húsi nýrra og djarfra hug­mynda. Sagði hún að það yrði að senda skýr skila­boð sem yrðu að koma frá for­yst­unni um að lyfta upp djörf­um hug­mynd­um og setja fram nýj­ar. Hug­mynd­um sem tryggja að Ísland verði áfram besti staður í heimi til að búa og starfa í.

Sagði Guðrún að sama hvar fólk fæðist og sama hvaðan það komi eigi hver og einn ein­asti ein­stak­ling­ur að hafa tæki­færi til að skapa sér framtíð.

Sag­an skrifuð af þeim sem þori

Hún sagði sög­una ekki skrifaða af þeim sem gef­ast upp held­ur þeim sem þori og sæki fram. Sagðist hún vilja end­ur­reisa Sjálf­stæðis­flokk­inn og leiða Ísland inn í nýja tíma stétt með stétt.

Lýsti hún bæði störf­um sín­um sem formaður Sam­taka iðnaðar­ins og því þegar hún á vett­vangi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins mætti nýrri verka­lýðsfor­ystu í land­inu. Þar sagðist hún hafa upp­lifað hörku og orðbragð sem hún hafi ekki séð áður.

Þar hafi ekki verið fólk sem liti á sig sem launþega og viðsemj­end­ur sína sem at­vinnu­rek­end­ur og að hægt væri að semja í bróðerni held­ur liti það svo á að auðvaldið og ör­eig­arn­ir myndu berj­ast á bana­spjót­um.

Guðrún sagði sína sýn þá að Íslend­ing­ar væru all­ir í sama liðinu.

Þá sagði hún ekk­ert skjól fyr­ir Ísland að finna í Evr­ópu­sam­band­inu. Sagði mik­il­vægt að við styrkj­um bönd­in við okk­ar vinaþjóðir og að aldrei hafi verið mik­il­væg­ara að við stæðum vörð um hags­muni okk­ar.

„Því ef ekki við þá hver? Og ef ekki núna þá hvenær?“

Guðrún sagði Sjálf­stæðis­flokk­inn standa á tíma­mót­um en það væri á tíma­mót­um sem þess­um sem reyni raun­veru­lega á styrk sér­hvers manns.

„Það má vel vera að við höf­um tapað or­ust­um og það má vel vera að við höf­um verið und­ir í kosn­ing­um en aldrei mun­um við gef­ast upp.

Því ef ekki við þá hver? Og ef ekki núna þá hvenær? Ef ekki Sjálf­stæðiflokk­ur­inn, hver ætl­ar þá að standa með frelsi ein­stak­lings­ins, verðmæta­sköp­un­inni og framtíð Íslands?“ spurði hún.

Hún sagði þjóðina bíða eft­ir sterk­um, stolt­um og sam­stillt­um Sjálf­stæðis­flokki sem berj­ist fyr­ir frels­inu því vitað sé að frelsið krefj­ist varna, fram­takið krefj­ist kjarks og Ísland krefj­ist leiðtoga sem bæði get­ur og þorir.

„Ég lifi frels­is­hug­sjón­ina. Ég hef kjarkinn. Ég skil ábyrgðina og ég veit hvað þarf til.

Þess vegna er ég rétta mann­eskj­an til að leiða flokk­inn og þess vegna býð ég mig fram til for­manns Sjálf­stæðiflokks­ins.“

Í lok ræðunn­ar ræddi Guðrún um hug­rekki, þraut­seigju og seiglu sem litað hafi sög­ur Sjálf­stæðismanna. Ekki bara ein­stakra manna held­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins alls.

Loka­orð henn­ar voru þá þessi, áður en hún fékk stand­andi lófa­klapp:

„Og nú, kæru vin­ir, nú skrif­um við næsta kafla. Göng­um sam­einuð og sterk héðan út, stönd­um af okk­ur storm­inn og stækk­um Sjálf­stæðis­flokk­inn.“

mbl.is