„Þau eru að leika sér að eldinum“

Þórdís Kolbrún flutti sína síðustu ræðu sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þórdís Kolbrún flutti sína síðustu ræðu sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hákon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, frá­far­andi vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir nú­ver­andi stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um ekki mál­svara raun­veru­legs frels­is. 

Hún von­ar að ekki líði lang­ur tími þar til Banda­rík­in skipti um stefnu, þar sem þau stefni svo sann­ar­lega í ranga átt. 

Þetta kom fram í ræðu sem hún flutti á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins fyrr í dag og sagðist hún segja þetta með „djúpri sorg í hjarta“.

„Þau eru að leika sér að eld­in­um og eru jafn­vel nú þegar far­in að brenna niður mik­il­væga þætti af þeirri heims­mynd sem er grund­völl­ur friðar og frels­is; fyr­ir okk­ur, fyr­ir Evr­ópu og fyr­ir Banda­rík­in sjálf,“ sagði Þór­dís.

„Ég hef trú á Banda­ríkj­un­um og Banda­ríkja­mönn­um, en látið ekki blekkj­ast. Það sem er að ger­ast núna er ekki gott fyr­ir heim­inn, ekki gott fyr­ir Evr­ópu og það er ekki gott fyr­ir Ísland. Og ekki gott fyr­ir Banda­rík­in sjálf.“

Hún sagði Banda­rík­in svo sann­ar­lega stefna í ranga átt, en að von­andi liði ekki lang­ur tími þar til þau skiptu um kúrs

„Ég er hand­viss um að sag­an muni fara óblíðum hönd­um um þau sem láta blekkj­ast af því sem er raun­veru­lega að ger­ast og við horf­um upp á.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina