Formannskjöri lokið og atkvæði talin

Guðrún og Áslaug sækjast báðar eftir formannsstólnum.
Guðrún og Áslaug sækjast báðar eftir formannsstólnum. Samsett mynd

For­manns­kjöri er lokið á á 45. lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins sem fer fram í Laug­ar­dals­höll, en taln­ing at­kvæða stend­ur nú yfir. 

Þær Guðrún Haf­steins­dótt­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir sækj­ast báðar eft­ir embætti for­manns, ásamt Snorra Ásmunds­syni, en gert ráð fyr­ir að niður­stöður liggi fyr­ir um klukk­an eitt í dag.

Tæp­lega 2.000 manns greiddu at­kvæði á fund­in­um en lands­fund­ur­inn sá stærsti frá upp­hafi.

Þá er einnig kosið um nýj­an vara­formann en þau Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir og Jens Garðar Helga­son gefa bæði kost á sér í það embætti. 

Vil­hjálm­ur Árna­son, sitj­andi rit­ari flokks­ins, gef­ur einn kost á sér í það embætti áfram.

Kosning hefur farið fram og nú er verið að telja …
Kosn­ing hef­ur farið fram og nú er verið að telja at­kvæði. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins, bíður spenntur eftir að sjá …
Bjarni Bene­dikts­son, frá­far­andi formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, bíður spennt­ur eft­ir að sjá hver tek­ur við af hon­um. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is