Fyrsti fundurinn undir forystu Guðrúnar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd

All­ir þing­menn mættu á fyrsta þing­flokks­fund Sjálf­stæðis­flokks­ins und­ir for­ystu Guðrún­ar Haf­steins­dótt­ur. Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að það sé ávallt mik­ill hug­ur í þing­flokkn­um.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir var í gær kjör­in formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á loka­degi lands­fund­ar flokks­ins. Fyrr í dag á Alþingi fór svo fram fyrsti þing­flokks­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins með nýja for­ystu.

Fund­ur­inn hafi gengið vel

„Fund­ur­inn gekk mjög vel eins og alla jafna hjá þing­flokkn­um,“ seg­ir Hild­ur. 

Jens Garðar Helga­son var kjör­inn vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og Vil­hjálm­ur Árna­son var end­ur­kjör­inn rit­ari.

Hild­ur get­ur lítið sagt um fund­inn efn­is­lega þar sem all­ir eru bundn­ir trúnaði á þing­flokks­fund­um.

„Alltaf mik­ill hug­ur í okk­ur“

„Dag­skrá og upp­legg allra þing­flokks­funda eru eins en í dag sagði nýr formaður nokk­ur orð í upp­hafi fund­ar.“

Hvernig er hug­ur­inn í þing­flokkn­um með nýja for­ystu?

„Það er alltaf mik­ill hug­ur í okk­ur,“ svar­ar Hild­ur. 

mbl.is