Gekk rauða dregilinn tæpum 30 kílóum léttari

Lizzo vakti mikla athygli er hún mætti í Vanity Fair-fögnuðinn. …
Lizzo vakti mikla athygli er hún mætti í Vanity Fair-fögnuðinn. Söngkonan gekk einnig rauða dregilinn á síðasta ári í glæsilegum vínrauðum kjól. Samsett mynd

Banda­ríska söng­kon­an Lizzo var nær óþekkj­an­leg á rauða dregl­in­um í Los Ang­eles á sunnu­dag.

Lizzo, sem heit­ir réttu nafni Mel­issa Vi­via­ne Jef­fer­son, var á meðal þeirra fjöl­mörgu gesta sem mættu í Vanity Fair-fögnuðinn að lok­inni Óskar­sverðlauna­hátíðinni og gekk hún rauða dreg­il­inn tæp­um 30 kíló­um létt­ari.

Söng­kon­an, sem er best þekkt fyr­ir lagasmelli á borð við Juice, Good as Hell og About Damn Time, hét því að breyta lífs­hátt­um sín­um um mitt síðasta ár og hef­ur svo sann­ar­lega staðið sína plikt, en Lizzo greindi frá því núna í janú­ar að henni hefði tek­ist að ná þyngd­ar­tak­marki sínu.

Lizzo klædd­ist glæsi­leg­um svört­um kjól sem sýndi lín­urn­ar, var með förðun sem und­ir­strikaði nátt­úru­lega feg­urð henn­ar og með hárið slegið, sem setti punkt­inn yfir i-ið.

Lizzo, sem hef­ur lengi verið talsmaður já­kvæðrar lík­ams­ímynd­ar, hef­ur verið iðin við að sýna frá heilsu­ferðalagi sínu á sam­fé­lags­miðlum síðustu mánuði, bæði til að halda sér gang­andi og hvetja aðra í sömu stöðu.

Fylgj­end­ur henn­ar hafa flest­ir hrósað henni fyr­ir elju­semi og dugnað, en ein­hverj­ir hafa þó haldið því fram að hratt og skyndi­legt þyngd­artap henn­ar sé til­komið vegna notk­un­ar á Ozempic-þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyf­inu, sem hef­ur nú tröllriðið Hollywood síðustu ár.

Söng­kon­an hef­ur al­farið vísað þeim sögu­sögn­um á bug og seg­ist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um það að taka heils­una fast­ari tök­um.

Lizzo vakti mikla athygli er hún mætti í Vanity Fair-fögnuðinn.
Lizzo vakti mikla at­hygli er hún mætti í Vanity Fair-fögnuðinn. AFP/​Amy Sussman
Söngkonan ljómaði.
Söng­kon­an ljómaði. Ljós­mynd/​AFP
Lizzo mætti ásamt kærasta sínum Myke Wright.
Lizzo mætti ásamt kær­asta sín­um Myke Wright. Ljós­mynd/​AFP
mbl.is