Elta uppi síðustu loðnuagnir vertíðar

Grænlenska skipið Polar Amaroq.
Grænlenska skipið Polar Amaroq. Ljósmynd/Eyjolfur Vilbergsson

Barði NK, upp­sjáv­ar­skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar, og græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq hafa verið á miðunum norður af land­inu að leita uppi síðustu ör­fáu loðnurn­ar sem skip­in mega veiða þenn­an vet­ur­inn.

Barði er nú stadd­ur út af Trölla­skaga og stefn­ir til aust­urs, en Pol­ar Amar­oq tók einn snún­ing í Skagaf­irði og stefn­ir nú út úr firðinum.

Það hef­ur vakið nokkra at­hygli að skip­in voru að, að því er virt­ist á kort­um, kasta á miðunum norður af Húna­flóa. Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar upp­lýs­ir að Barði hafi verið að sækj­ast eft­ir síðustu 200 tonn­un­um til að klára loðnu­kvót­ann, auk þess sem Pol­ar Amar­oq hafi verið að reyna að þeim 500 tonn­um af loðnu sem skipið er með heim­ild­ir fyr­ir.

Barði NK hefur verið að reyna að ná síðustu 200 …
Barði NK hef­ur verið að reyna að ná síðustu 200 tonn­un­um af loðnu á þess­ari vertíð. Ljós­mynd/ Helgi Freyr Ólason.

Sam­kvæmt skrán­ingu Fiski­stofu hafa ís­lensku skip­in landað 4.373 tonn af loðnu en fengu 4.682 tonna loðnu­kvóta út­hlutað. Það er því ekki mikið sem útaf stend­ur.

Þá fengu Græn­lend­ing­ar 18% af 8.589 tonna loðnu­kvóta árs­ins í sam­ræmi við fisk­veiðisamn­inga Íslands og Græn­lands (1.546 tonn), auk þess sem Græn­lend­ing­ar fengu veiðiheim­ild­ir vegna um­fram­veiðiskuld Íslend­inga frá vertíðinni 2022/​2023. Það sem af er vetri hafa græn­lensk skip landað 2.246 tonn­um af loðnu.

mbl.is