Neyðarástand þegar kemur að nýtingu loðnu

Yfirstandansi loðnuvertíð er að komast á endastöð.
Yfirstandansi loðnuvertíð er að komast á endastöð. mbl.is/Óskar Pétur

„Í mín­um huga rík­ir neyðarástand þegar kem­ur að nýt­ingu loðnu­stofns­ins við Íslands­strend­ur. Ég er bú­inn að vera í Brimi í sjö ár og á því tíma­bili hef­ur eng­in veiði verið í þrjú ár og á þessu ári er nán­ast eng­in veiði. Þetta hef­ur aldrei gerst áður,“ seg­ir Guðmund­ur Kristjáns­son, út­gerðarmaður í Brimi hf., í sam­tali við Morg­un­blaðið, þegar leitað er álits hans á stöðu mála þegar yf­ir­stand­andi loðnu­vertíð er að kom­ast á enda­stöð.

„At­vinnu­grein­in, stjórn­völd og Haf­rann­sókna­stofn­un verða nú að setj­ast niður og það þarf að hugsa nýt­ingu loðnu­stofns­ins al­ger­lega upp á nýtt,“ seg­ir hann og gagn­rýn­ir stjórn­völd fyr­ir að sinna ekki rann­sókn­um.

„Rann­sókn­ir á haf­inu, fiski­stofn­un­um og líf­rík­inu í kring­um Ísland eru ekki unn­ar í sam­starfi við at­vinnu­grein­ina,“ seg­ir Guðmund­ur.

„Það er t.d. ekk­ert til­lit tekið til afráns hvala og það er ekk­ert verið að rann­saka magainni­hald hvala á loðnu­vertíð. Af hverju veiðum við ekki hval á loðnu­vertíðinni til þess að fá að vita hvað hann er að éta? Af hverju rann­sök­um við ekki hvaða áhrif sam­keppni hvals og loðnu um æti hef­ur?“ seg­ir Guðmund­ur og vís­ar þar til svifs og átu.

„Það var gef­inn út loðnu­kvóti fyr­ir tæp 4.500 tonn sem er eitt­hvað sem hval­irn­ir við landið éta á ein­um degi,“ seg­ir Guðmund­ur Kristjáns­son.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: