Hafa áhyggjur af lyfjanotkun í eldi

Eldið berst við lúsina en lyfjanotkun getur verið vandasöm.
Eldið berst við lúsina en lyfjanotkun getur verið vandasöm. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fisk­sjúk­dóm­a­nefnd veitti fimmtán sinn­um á síðasta ári heim­ild til lyfjameðferðar á tólf eld­is­svæðum gegn fiski- og laxal­ús.

„Haf­rann­sókna­stofn­un hef­ur bent á í um­sögn­um til Fisk­sjúk­dóm­a­nefnd­ar og Mat­væla­stofn­un­ar að stofn­un­in lýsi yfir áhyggj­um sín­um af áhrif­um þess­ara lyfja á villt dýr – sér­stak­lega krabba­dýr – í fjörðum þar sem lyf­in eru notuð. Jafn­framt er bent á að þessi villtu dýr séu mik­il­væg í fæðuvef fjarðanna,“ seg­ir Rakel Guðmunds­dótt­ir, doktor í líf­fræði og sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í um­hverf­is­mál­um sjókvía­eld­is og verk­efna­stjóri burðarþols­mats fjarða.

Hún vek­ur at­hygli á því að laxa- og fiski­lýs séu krabba­dýr líkt og mjög mörg dýr sem lifa í fjörðunum þar sem eldi er stundað.

Er­lend­ar rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að lyf­in geta haft veru­leg áhrif á rækj­ur og humra. Eng­ar rann­sókn­ir hafa verið gerðar á mögu­leg­um áhrif­um lyfja á líf­ríki hafs­ins við Ísland. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: