Hagsæld sem grundvallast á rannsóknum

Þórunn Þórðardóttir er stórglæsileg.
Þórunn Þórðardóttir er stórglæsileg. Ljósmynd/Armon

Þess verður ör­ugg­lega ekki langt að bíða að Þór­unn Þórðardótt­ir HF 300, nýj­asta viðbót­in við ís­lenska flot­ann, sanni gildi sitt og hjálpi vís­inda­mönn­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að dýpka skiln­ing sinn á bæði smæstu og stærstu líf­ver­un­um sem finna má inn­an 200 mílna lög­sög­unn­ar, seg­ir í sér­stöku blaði helgað komu ný­smíðaðs haf­rann­sókna­skips til lands­ins sem fylgdi helgar­blaði Morg­un­blaðsins.

Skipið, sem er búið nýj­ustu og full­komn­ustu mæli­tækj­um og mynda­vél­um, get­ur m.a. siglt nærri því hljóðlaust á raf­magn­inu einu sam­an, þökk sé öfl­ugri raf­hlöðu. Öll hönn­un skips­ins miðar að því að há­marka skil­virkni og draga úr ol­íu­notk­un.

Rann­sókn­ar­starfið held­ur áfram, og sí­fellt bæt­ist í þekk­ing­ar­forðann. Með hverj­um túrn­um eykst skiln­ing­ur Íslend­inga á því hvernig skyn­sam­leg­ast er að nýta auðlind­irn­ar í haf­inu, og eft­ir því sem vís­ind­in efl­ast er hægt að áætla af meiri vissu hve mikið – eða hve lítið – er rétt að veiða úr hverj­um stofni hverju sinni.

Á þessu grund­vall­ast verðmæta­sköp­un: að vita meira og meira. Og kannski má vona að með svona full­komnu nýju haf­rann­sókna­skipi verði erfitt fyr­ir loðnuna að fela sig.

Blaðið um Þór­unni Þórðardótt­ur HF má lesa hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: