Svandís Svavarsdóttir sneri aftur

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:33
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:33
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Viður­kenn­ast verður að oft hef­ur gengið meira á fyr­ir ís­lensku stjórn­mála­fólki en það gerði í vik­unni sem leið. Þar með er óhætt er að segja að ein­hvers kon­ar lægð hafi legið yfir sam­fé­lags­miðlum hjá helstu leik­end­um þess sviðs.  

Í nýj­asta þætti Spurs­mála, sem sýnd­ur var hér á mbl.is síðastliðinn föstu­dag, var farið yfir það sem hæst bar á góma á fé­lags­miðlum póli­tík­us­ana. Yf­ir­ferðina má í heild sinni sjá í meðfylgj­andi mynd­bands­spil­ara en henni er einnig gert skil hér að neðan. 

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins

Það sem var fyr­ir­ferðarmest á sam­fé­lags­miðlum í liðinni viku var án efa Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem minnti óneit­an­lega á þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um. Svo sveitt og spennuþrungið leit það partí út fyr­ir að vera.

Sjálf­stæðis­menn kusu sér nýja for­ystu og til að gera langa sögu stutta þá vann ís­drottn­ing­in, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, bar­dagakind­ina, Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir tapaði fyr­ir kynja­kvóta­karl­in­um, Jens Garðari Helga­syni, Bjarni Bene­dikts­son og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir kvöddu og nú get­um við þá bara farið að tala um eitt­hvað allt annað.

Illu blóði hleypt af stað

En talandi um Diljá Mist. Marg­ur er knár þótt hann sé smár og allt það en í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á þing­inu í vik­unni hleypti hún illu blóði í heil­brigðisráðherra, Ölmu Möller, sem fékk blóðnas­ir í ræðustól alþing­is þegar hún veitti lill­unni andsvar.

Hagræðing­ar­hetj­ur Kristrún­ar

Hagræðing­ar­hetj­ur lands­ins skiluðu til­lög­um til rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur þar sem yfir 4000 ís­lensk­ir bauna­telj­ar­ar höfðu sent inn hug­mynd­ir af því hvernig best sé að herða sultaról­ina.

Alltaf að spara!

Johnny Bra­vo eða öllu held­ur um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, stærði sig af ákvörðun sinni um að falla frá drjúg­um fjár­heim­ild­um til orku- og um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins. 

Leik­skól­inn við Aust­ur­völl

Í leik­skól­an­um við Aust­ur­völl leiruðu þing­menn fíg­úr­ur í öll­um regn­bog­anslit­um og hétu því að hafa Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna ávallt að leiðarljósi í störf­um sín­um.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Alþingi (@alt­hingi)

Spenn­an í há­marki

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir réði sér ekki fyr­ir kæti og var mega spennt yfir því að kynna aðgerðaráætl­un nýs borg­ar­meiri­hluta. Þar koma alls kyns sprett­hóp­ar, stýri­hóp­ar, sel­ir og kóp­ar við sögu enda brýn­ast að fúlg­um fjár í bæta aðbúnað sel­anna í Hús­dýrag­arðinum - það sér það hvert manns­barn.

Heim­greiðslur til for­eldra

Nema kannski Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem skaut föst­um skot­um á nýj­an borg­ar­meiri­hluta en hún vill setja meira púður í að greiða úr leik­skóla­vand­an­um með til­lögu um heim­greiðslur til for­eldra.

Svandís Svavars­dótt­ir kveikti líf

Und­ur og stór­merki gerðust í vik­unni þegar skyndi­lega kviknaði líf á In­sta­gram-reikn­ingi Vinstri grænna. Þar kenndi Svandís Svavars­dótt­ir ung­um VG-liðum frum­var­palest­ur. Mikið var gott að sjá hana aft­ur.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ung vinstri græn (@ung­vinstri)

Hitti nagl­ann á höfuðið

Snorri Más­son var ekk­ert rosa­lega öfl­ug­ur á sam­fé­lags­miðlum í vik­unni en hann hitti þó nagl­ann á höfuðið með þegar hann birti færslu á Face­book og gagn­rýndi þýðing­ar á tölvu­póst­um frá skóla­yf­ir­völd­um og stofn­un­um til inn­flytj­enda.

Blóm­legri borg 

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir leiddi sinn fyrsta borg­ar­stjórn­ar­fund í hlut­verki borg­ar­stjóra og kynnti sam­starfs­yf­ir­lýs­ing­una sem inni­held­ur 25 til­lög­ur að blóm­legri borg byggða á fé­lags­hyggju­grunni. Næstu 14 mánuðir verða „le­g­end­ary“!

Nýj­asta þátt Spurs­mála má í heild sinni heyra og sjá í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is